Ábyrg efnahagsstjórn – græn orkubylting – lægri skattar

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var síðasta laugardag, samþykkti ítarlega stjórnmálaályktun þar sem kosningaáherslur flokksins koma fram.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fylgja fast eftir ábyrgri efnahagsstjórn, halda áfram að lækka skatta og hrinda í framkvæmd grænni orkubyltingu. Tryggingakerfi eldri borgara verður að endurskoða frá grunni og hækka frítekjumark atvinnutekna strax í 200 þúsund krónur á mánuði, tryggingakerfi öryrkja stokkað upp. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að móta nýja velferðar- og heilbrigðisstefnu á breiðum grunni í opinberum rekstri og einkarekstri með framtíðarsýn sem tekur til menntunar heilbrigðisstarfsfólks, tækniþróunar og þarfa fólks. Um leið verður þjónustutrygging í heilbrigðisþjónustu innleidd.

 Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

 • Ábyrg efnahagsstjórn – forsenda þess að lífskjör á Íslandi haldi áfram að batna.
 • Græn orkubylting – Ísland taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku.
 • Öflugra og fjölbreyttara atvinnulíf – lægri álögur, einfaldara regluverk og hvatar til nýsköpunar.
 • Lægri skattar – í þágu heimila og fyrirtækja.
 • Frjáls alþjóðaviðskipti – höldum áfram að opna markaði um allan heim fyrir íslenskum útflutningi.
 • Stafrænt Ísland – betri þjónusta, hraðari afgreiðsla, auðveldara aðgengi og einfaldara líf.
 • Tryggingakerfi eldri borgara endurskoðað frá grunni og frítekjumark atvinnutekna hækkað strax í 200 þúsund krónur á mánuði.
 • Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja – styrkja fjárhagslegt sjálfstæði og auka möguleika til atvinnuþátttöku.
 • Stafræn bylting í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
 • Réttur til heilbrigðisþjónustu tryggður – ný þjónustutrygging setji fólk í fyrsta sæti.
 • Aukin fjölbreytni í menntakerfinu – til að halda í við öra þróun samfélags og þarfir atvinnulífs.
 • Nútímalegar, greiðar og öruggar samgöngur um allt land – uppbygging öflugri innviða með valfrelsi og fjölbreytni að leiðarljósi.

Stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannafundar Sjálfstæðisflokksins 2021