Kjósum rétt – gátlisti til ígrundunar

Arnar Þór Jónson, frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Eitt mik­il­væg­asta hlut­verk stjórn­mál­anna er að koma á og viðhalda jafn­vægi milli ólíkra sjón­ar­miða, vera vett­vang­ur þar sem menn leysa friðsam­lega úr ágrein­ings­mál­um, finna sam­eig­in­leg­ar lausn­ir, marka far­sæl­ustu stefnu o.s.frv. Stjórn­mála­menn eru ekki kosn­ir til að fyr­ir­skipa í smá­atriðum hvernig við eig­um að tala eða lifa. Rök­ræður verður að leyfa og lands­stjórn­in má hvorki verða alræðisöfl­um að bráð né leys­ast upp í stjórn­leysi.

Þegar þetta er ritað er ég kom­inn í launa­laust leyfi frá dóm­störf­um til að vinna að því mark­miði að kom­ast inn á þing. Ég hef haldið út í þessa veg­ferð til að starfa mark­visst með þeim sem vilja búa þjóðinni far­sæla framtíð, verja frjáls­lyndi gegn stjórn­lyndi og lýðræðið gegn alræðisógn. Lífið hef­ur knúið mig til að viður­kenna að ég hef hef ekki öll svör og að rétt sé að hlusta á aðra með opn­um huga. Sú reynsla hef­ur gert mig að tals­manni klass­ísks frjáls­lynd­is. Lífið hef­ur einnig gert mig að hóf­söm­um íhalds­manni sem virðir reynslu fyrri kyn­slóða. Gott sam­fé­lag bygg­ist á traust­um und­ir­stöðum, þar sem fjöl­skyld­an, nærsam­fé­lagið, fé­lags­starf, and­legt líf, viðskipti og mennt­un skapa um­gjörð þar sem ein­stak­ling­ur­inn fær svig­rúm til að nýta hæfi­leika sína, sjálf­um sér og öðrum til góðs.

Ég býð fram krafta mína til að verj­ast þeim sem með sleggju­dóm­um, rang­færsl­um og út­úr­snún­ing­um vilja grafa und­an þeirri sam­fé­lags­gerð sem hér hef­ur verið byggð upp af alúð og dugnaði kyn­slóðanna. Í því felst að ég vil verja stjórn­ar­skrána, frjáls­lynda laga- og lýðræðis­hefð, menn­ing­ar­leg­ar stoðir, fjöl­skyld­una, lýðveldið, stofn­an­ir þess o.fl. Allt þetta er auðveld­ara að brjóta niður en byggja upp að nýju. Ég rita þess­ar lín­ur til að vara við flokk­um sem vilja:

láta kredd­ur lama heil­brigðis-, sam­göngu- og mennta­kerfi lands­ins

van­meta reynslu og þekk­ingu með því að ýta starf­hæfu fólki út af vinnu­markaði vegna ald­urs

etja sam­an stétt­um í stað þess að fólk standi sam­an um að bæta hag sinn og ná­ung­ans

und­iroka aðra í nafni jafn­rétt­is

rétt­læta kúg­un í nafni frels­is

beita rit­skoðun í nafni lýðræðis

hefta rann­sókn­ir í nafni vís­inda

hefta einkafram­tak í nafni fram­fara

standa gegn gagn­rýn­inni hugs­un og heil­brigðum efa í nafni sam­stöðu

nota inn­an­fé­lags­regl­ur til að svipta menn lýðræðis­leg­um og lög­vörðum rétt­ind­um

leggj­ast gegn frjálsri hugs­un, sam­tali og rök­ræðum í nafni póli­tísks rétt­trúnaðar

draga fólk í dilka og telja mönn­um trú um að þeim beri að hugsa og tjá sig eins og aðrir sem falla í sama flokk

inn­leiða, í anda gervi­lýðræðis, regl­ur sem Íslend­ing­ar hafa aldrei fengið að kjósa um og henta ekki hér

fela stjórn­lyndi sitt á bak við grímu frjáls­lynd­is

af­henda emb­ætt­is­mönn­um víðtæk völd í stað þess að leita vilja fólks­ins sem bygg­ir landið

færa ákv­arðanir í mik­il­væg­um mál­um þjóðar­inn­ar út fyr­ir land­stein­ana

vantreysta dómgreind al­mennra borg­ara

sér­fræðingaræði frem­ur en lýðræði

sætta sig við skrif­stofu­veldi sem gengst upp í valdi sínu

vantreysta frjálsri fé­lag­a­starf­semi en treysta miðstýrðu skri­fræði

rík­i­s­væða menn­ing­ar­starf­semi

kalla eft­ir þjóðnýt­ingu blóm­legra einka­fyr­ir­tækja

krefjast þess, í nafni fjöl­breytni, að all­ir hugsi eins

úti­loka, þagga niður í og reka burt þá sem ekki eru tald­ir nægi­lega leiðitam­ir

óska eft­ir umboði til að stjórna und­ir fána stjórn­leys­is (an­ark­isma) eða fána er­lends ríkja­sam­bands (ESB)

að ríkið og sveit­ar­stjórn­ir stýri fé­lags­legri hegðun fólks frem­ur en fólkið sjálft

af­neita krist­inni trú reistri á kær­leika og umb­urðarlyndi, sem reynst hef­ur þjóðinni hald­reipi um ald­ir, en til­biðja í staðinn margs kon­ar ver­ald­leg fyr­ir­bæri

hlýða fyr­ir­mæl­um í blindni, frem­ur en að hugsa sjálf­stætt

hvetja til víðtæks eft­ir­lits og miðlægr­ar söfn­un­ar upp­lýs­inga um mál­efni ein­stak­linga, heilsu­far borg­ar­anna, viðhorf þeirra, ferðir o.fl.

umbreyta mennt­un í heilaþvott

berj­ast gegn einelti með því að beita einelti

líta á pen­inga sem sjálf­stætt mark­mið en ekki sem tæki / verk­færi til að öðlast gott líf

ekki ef­ast um eig­in stefnu­mál, hlusta ekki á and­stæð sjón­ar­mið og kunna ekki að gera grein­ar­mun á hlut­læg­um mál­flutn­ingi / miðlun frétta ann­ars veg­ar og áróðri hins veg­ar

koma á stöðug­leika með bylt­ingu

breyta öðrum, en ekki sjálf­um sér

vinna að því að færa ábyrgð (og frelsi) frá ein­stak­lingn­um yfir til rík­is­valds­ins

skerða borg­ara­leg rétt­indi til að koma á nýrri miðstýrðri sam­fé­lags­gerð

ekki að all­ir séu jafn­ir fyr­ir lög­un­um, held­ur að sum­ir séu jafn­ari en aðrir á grund­velli út­lits, stétt­ar eða stöðu

trúa því að eng­inn hlut­læg­ur sann­leik­ur sé til og að ein­ung­is ver­ald­legt vald af­marki hvað telst satt, rétt og leyfi­legt

að at­hafn­ir borg­ar­anna séu háðar leyf­is­veit­ing­um

ekki viður­kenna að maður­inn sé gædd­ur frjáls­um vilja, en halda því fram að maður stjórn­ist aðeins af innri og ytri þátt­um sem hann ræður engu um, svo sem erfðum, horm­ón­um, menn­ingu o.fl.

að vald og ábyrgð fylg­ist ekki að

tefja um­ferð helsta sam­göngu­tæk­is fólks­ins, fjöl­skyldu­bíls­ins, á grunni

óvissra fyr­ir­heita um betri al­manna­sam­göng­ur eft­ir mörg ár

auka með um­ferðarstífl­um út­blást­ur og meng­un en þykj­ast vera að vinna gegn lofts­lags­vá

Góð mennt­un hjálp­ar okk­ur til að spyrja réttra spurn­inga og leita skiln­ings á viðfangs­efn­inu með því að skoða það frá öll­um hliðum. Skylda okk­ar í lífi og starfi, ekki síst á kjör­dag, hlýt­ur að vera að gaum­gæfa viðfangs­efn­in vand­lega og kynna sér vel and­stæð sjón­ar­mið til að geta kom­ist að yf­ir­vegaðri niður­stöðu. Sjálf­ur hef ég á starfs­ferl­in­um notið langs og vin­sam­legs sam­starfs með fólki sem aðhyllt­ist allt aðrar lífs­skoðanir en ég, enda var okk­ur ljóst að fleira sam­einaði okk­ur en sundraði. T.d. aðhyllt­umst við lýðræði en ekki auðræði, fá­menn­is­stjórn eða tækni­veldi. Við sjálf­stæðis­menn vilj­um verja frjálst sam­fé­lag þar sem menn um­bera ólík­ar skoðanir og þar sem mönn­um leyf­ist að setja fram mis­mun­andi sjón­ar­mið, án þess að sæta hót­un­um, út­skúf­un eða brottrekstri.

Grunn­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins miðar að því að verja frelsi ein­stak­lings­ins til orðs og at­hafna, efla einkafram­takið, tak­marka af­skipti og um­svif rík­is­ins, lækka skatta, hvetja til frjálsr­ar sam­keppni og fé­lags­legr­ar sam­vinnu þar sem það á við. Skapa for­send­ur blóm­legs at­vinnu­lífs, byggja heil­næma um­gjörð utan um fjöl­skyld­ur þessa lands og fyr­ir­tæki, auk þess að hvetja ein­stak­ling­ana til að láta ljós sitt skína með virkri þátt­töku í fé­lags-, stjórn­mála- og at­vinnu­lífi, og með því að taka ábyrgð á eig­in frelsi. Með þessu móti vil ég í anda sjálf­stæðis­stefn­unn­ar „vinna að víðsýnni og þjóðlegri um­bóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frels­is og at­vinnu­frels­is með hags­muni allra stétta fyr­ir aug­um“. Til að mér tak­ist að láta þessa rödd hljóma þarf ég umboð kjós­enda 25. sept­em­ber nk. Ég treysti ykk­ur, kæru les­end­ur, til að fara vel með at­kvæðis­rétt­inn og horfa þar til þess hverj­um er best treyst­andi til að tryggja þá þjóðfé­lags­gerð sem Íslend­ing­ar hafa valið sér – og þar með far­sæla framtíð þjóðar­inn­ar í landi sínu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 2021.