Beint streymi frá setningarávarpi Bjarna kl. 13:30

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, setur flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðisflokksins á Hilton hótel Nordica kl. 13:30 í dag. Yfirskrift fundarins er: Ísland, land tækifæranna.

Setningarávarpi Bjarna verður streymt beint á xd.is og á facebook-síðu flokksins (hér).

Í framhaldi af setningu fundarins fer fram bein útsending til hliðar við fundinn á facebook-síðu flokksins. Þar munu þau Guðfinnur Sigurvinsson og Halla Sigrún Mathiesen taka tali nokkra fundarmenn og veita innsýn inn í fundinn og áherslur hans.

Flokksráðs- og formannafundurinn mun fjalla um kosningaáherslur flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 25. september nk. Drög að stjórnmálaályktun þess efnis verða lögð fyrir fundinn eftir formlega setningu hans og er áætlað að afgreiðsla ályktunar ljúki á fimmta tímanum.

Dagskrá fundarins má finna hér.