Meistarar villandi upplýsinga

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Í harðri póli­tískri bar­áttu get­ur verið áhrifa­ríkt að end­ur­taka stöðugt staðleys­ur. Hamra á rang­færsl­um í tíma og ótíma. Sé þeim ekki mót­mælt er hætt­an sú að jafn­vel þeir sem ættu að vita bet­ur og hafa verið í aðstöðu til að fylgj­ast með og jafn­vel tekið þátt í ákvörðunum, trúa mat­reiðslu áróðurs­meist­ar­anna.

Lík­lega er fátt betra hrá­efni fyr­ir meist­ara vill­andi upp­lýs­inga en skatt­ar og gjöld. Í mat­reiðslunni eru mögu­leik­arn­ir aðeins tak­markaðir við hug­mynda­auði. Og jafn­vel rétt­ar upp­lýs­ing­ar geta gefið vill­andi niður­stöðu til að þjóna póli­tísk­um mark­miðum.

Dæmi:

Árið 2017 var Gunn­ar með 350 þúsund krón­ur í mánaðarlaun. Hann greiddi í tekju­skatt og út­svar rúm­ar 71 þúsund krón­ur. Skatt­byrðin var 20,35%.

Á þessu ári er Gunn­ar í nýju starfi og með tölu­vert hærri laun, eða 550 þúsund krón­ur á mánuði. Hann borg­ar nær 127 þúsund krón­ur í skatta. Skatt­byrðin er 25,38%.

Áróðurs­meist­ar­inn nýt­ir sé þess­ar upp­lýs­ing­ar og held­ur því fram að skatt­ar hafi hækkað. Auðvitað lít­ur hann fram hjá hærri laun­um og eðli stig­hækk­andi tekju­skatts. Hann hirðir í engu um að um­fangs­mikl­ar kerf­is­breyt­ing­ar voru gerðar á tekju­skatt­s­kerfi ein­stak­linga sem gjör­breyt­ir niður­stöðunni og trygg­ir að Gunn­ar er að greiða á þessu ári um­tals­vert lægri fjár­hæð í skatta en hann hefði gert að óbreyttu.

Raun­veru­leg lækk­un

Árin 2020 og 2021 tóku gildi rót­tæk­ar breyt­ing­ar á tekju­skatt­s­kerf­inu með því að inn­leitt var nýtt lægra skattþrep. Mark­miðið var og er að lækka skatt­byrði ein­stak­linga og þá sér­stak­lega þeirra sem eru tekju­lág­ir. Tryggja að eft­ir sitji fleiri krón­ur í vös­um launa­fólks. (Og þrátt fyr­ir óár­an vegna kór­ónu­veirunn­ar var breyt­ing­un­um hrint í fram­kvæmd).

Dæmið um Gunn­ar lít­ur því nokkuð öðru­vísi út þegar skatt­greiðsla er reiknuð út frá sömu laun­um. Í hverj­um mánuði er Gunn­ar að greiða liðlega 15 þúsund krón­um minna í staðgreiðslu en hann hefði gert að óbreytt­um regl­um m.v. 550 þúsund króna laun. Með öðrum orðum: Ráðstöf­un­ar­tekj­ur hans eru tæp­lega 183 þúsund krón­um hærri á þessu ári en þær hefðu verið ef eng­ar breyt­ing­ar hefðu náð fram að ganga. Þetta er raun­veru­leg og áþreif­an­leg skatta­lækk­un á kjör­tíma­bil­inu.

Svo er hægt að líta á þró­un­ina út frá stöðu Gunn­ars 2017. Með 350 þúsund krón­ur á mánuði var skatt­byrðin 25,38% eins og kem­ur fram hér að ofan. Hefði hann notið kerf­is­breyt­ing­anna sem gerðar hafa verið síðustu tvö árin, hefði skatt­byrðin verið rétt um 15,7%.

Á kjör­tíma­bil­inu, sem nú er að ljúka, hef­ur tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækkað í heild um liðlega 21 millj­arð króna. Þessi lækk­un kem­ur eft­ir um­tals­verða lækk­un tekju­skatts á ár­un­um 2016/​17. Það má því ætla að ein­stak­ling­ar séu að greiða rúm­lega 30 millj­örðum minna í tekju­skatt á þessu ári en þeir hefðu gert ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði setið með hend­ur í skauti og haldið skatt­kerf­inu óbreyttu frá tíð vinstri stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. Þess­ar kerf­is­breyt­ing­ar hafa all­ar verið gerðar und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Áfanga­sigr­ar

Þeir sem þekkja skoðanir mín­ar í skatta­mál­um vita að ég er óþol­in­móður og hefði viljað sjá rót­tæk­ari breyt­ing­ar á skatt­kerfi ein­stak­linga en einnig veru­lega lækk­un og upp­stokk­un á öðrum skatt­stofn­um rík­is­ins. En ég get ekki annað en glaðst yfir áfanga­sigr­un­um.

Frá því Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók sæti í rík­is­stjórn hef­ur trygg­inga­gjaldið lækkað nær ár­lega. Árið 2013 var það 7,69% en er komið niður í 6,10%. Lækk­un um meira en 20% eða yfir 25 millj­arða á ári. Á sama tíma hafa út­gjöld sem trygg­inga­gjald­inu er ætlað að standa und­ir hækkað veru­lega. Hitt er rétt að trygg­inga­gjaldið er enn of hátt og raun­ar vond­ur skatt­ur sem leggst á laun – störf. Nauðsyn­legt er að end­ur­skoða hug­mynda­fræðina að baki trygg­inga­gjald­inu og þá ekki síst til að létta und­ir með litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um.

Áfanga­sigr­arn­ir hafa verið fleiri.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn beitti sér fyr­ir því að ein­stak­ling­um væri heim­ilt að nýta sér­eigna­sparnað – skatt­frjálst – vegna kaupa á íbúðar­hús­næði.

Skatt­frels­is­mark erfðafjárskatts var hækkað úr 1,5 millj­ón­um í fimm millj­ón­ir króna.

Sölu­hagnaður frí­stunda­hús­næðis í eigu ein­stak­linga var gerður skatt­frjáls með sama hætti og af íbúðar­hús­næði enda hafi viðkom­andi átt eign­ina í a.m.k. sjö ár. Um leið tryggt að sala skerði ekki rétt­indi í al­manna­trygg­inga­kerf­inu.

Með skatta­breyt­ing­um voru kyn­slóðaskipti í land­búnaði auðvelduð. Har­ald­ur Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sigldi mál­inu í höfn.

Frí­tekju­mark fjár­magn­stekna var tvö­faldað og nú eru fjár­magn­s­tekj­ur allt að 300 þúsund. Færri greiða fjár­magn­s­tekju­skatt en áður þrátt fyr­ir að skatt­pró­sent­an hafi hækkað úr 20% í 22%. Þvert á skoðanir póli­tískra and­stæðinga Sjálf­stæðis­flokks­ins, held ég því hins veg­ar fram að skatt­pró­sent­an sé hættu­lega há og að nauðsyn­legt sé að lækka hana á kom­andi árum. En frí­tekju­markið kem­ur hlut­falls­lega þeim best sem hafa ekki háar fjár­magn­s­tekj­ur.

Stoðir al­manna­heilla styrkt­ar

Það var sér­stak­lega ánægju­legt að taka þátt í að hrinda í fram­kvæmd bar­áttu­máli Bjarna Bene­dikts­son­ar um skatta­lega hvata til að styrkja al­manna­heilla­fé­lag. Nú geta ein­stak­ling­ar dregið fram­lög til al­manna­heill­a­starf­semi fyr­ir allt að 350 þúsund krón­ur á ári frá skatt­skyld­um tekj­um. Á sama tíma var svig­rúm fyr­ir­tækja til að styrkja al­manna­heilla­fé­lög tvö­faldað. Ég er sann­færður um að með þess­um breyt­ing­um muni líkn­ar­fé­lög, björg­un­ar­sveit­ir, skát­ar, íþrótta­fé­lög og önn­ur sam­tök sem vinna að al­manna­heill­um, styrkj­ast og efl­ast. Og það er und­ir okk­ur, hverju og einu, komið að taka ákvörðun um það.

Dæm­in eru fleiri um hvernig byrðarn­ar hafa orðið létt­ari hjá heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Breyt­ing á skatt­lagn­ingu tekna vegna höf­unda­rétt­ar styrk­ir skap­andi grein­ar. Upp­stokk­un á skattaum­hverfi at­vinnu­lífs­ins vegna rann­sókna og þró­un­ar hef­ur rennt nýj­um og styrk­ari stoðum und­ir ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki. Hvat­ar til grænna fjár­fest­inga fyr­ir­tækja hafa verið inn­leidd­ir.

Og fyr­ir sjálf­stæðis­menn er gott að muna eft­ir að árið 2015 rætt­ist gam­all draum­ur. Þá voru al­menn vöru­gjöld felld niður að frum­kvæði Bjarna Bene­dikts­son­ar. Ekki var þar við látið sitja. Toll­ar voru felld­ir niður á öll­um vör­um, að bú­vör­um und­an­skild­um. Þess­ar skatta­breyt­ing­ar ýttu und­ir aukna sam­keppni og lækkuðu vöru­verð.

Enn er verk að vinna

Ótald­ar eru marg­vís­leg­ar aðrar breyt­ing­ar en hitt er rétt að dæmi eru um að gjöld og skatt­ar hafi hækkað. Álagn­ing krónu­tölu­skatta er ómark­viss og ógagn­sæ. (Hafa raun­ar stund­um lækkað milli ára að raun­gildi). Þá er einnig ljóst að gjald­skrá op­in­berra stofn­ana end­ur­spegl­ar oft illa þann kostnað sem fell­ur til við þjón­ust­una og ekki hef­ur verið nægj­an­lega tryggt að viðskipta­vin­ir viðkom­andi stofn­un­ar njóti þess hagræðis sem hef­ur eða mun nást með sta­f­rænu Íslandi.

Ég fæ held­ur ekki séð að hægt sé að leggja á kol­efn­is­gjöld með óbreytt­um hætti, en þau hafa hækkað veru­lega á síðustu árum. Þetta er eitt­hvað öf­ug­snúið að fyr­ir­tæki sem sann­ar­lega hef­ur dregið úr los­un skuli þurfa að sæta stöðugt hærra kol­efn­is­gjaldi. Það sem oft eru kallaðir græn­ir skatt­ar þurfa í heild sinni end­ur­skoðunar og við þá end­ur­skoðun verður að hafa hug­fast að slík skatta­heimta er ekki ætluð til að auka tekj­ur rík­is­ins, held­ur leysa aðra skatt­lagn­ingu af hólmi. Eðli máls sam­kvæmt eru græn­ir skatt­ar tíma­bundn­ir og renna sitt skeið þegar mark­miðum er náð.

Það er því enn verk að vinna varðandi tekju­skatt­s­kerfi ein­stak­linga – gera það enn ein­fald­ara og skýr­ara, draga úr jaðarskött­um og létta skatt­byrði, (ég hef lagt fram rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar, sem ekki verður farið yfir hér enda gert áður). Í gegn­um skatt­kerfið er hægt að auðvelda launa­fólki að taka með bein­um hætti þátt í at­vinnu­líf­inu og skjóta þannig styrk­ari stoðum und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði þess. Um leið verður að lækka skatt­pró­sentu fjár­magn­stekna.

En þótt mörg verk­efni séu enn óunn­in á sviði skatta­mála, stend­ur sú staðreynd óhögguð – skipt­ir engu hvernig meist­ar­ar vill­andi upp­lýs­inga mat­reiða – að álög­ur á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki eru tug­um millj­arða lægri á þessu ári en þær hefðu orðið með óbreytt­um leik­regl­um vinstri stjórn­ar­inn­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst 2021.