Nýjar verklagsreglur um noktun samfélagsmiðla

Nýjar verklagsreglur um noktun samfélagsmiðla í tengslum við almennar kosningar hafa nú tekið gildi. Reglurnar er að finna hér neðst í fréttinni.

Verklagsreglurnar eru samdar í samvinnu Persónuverndar og stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á þingi.  Reglurnar byggja á niðurstöðum Persónuverndar í áliti stofnunanarinnar ,,á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis – Leiðbeiningar og tillögur” frá 5. mars 2020 og lesa má hér

Álitið á rætur sínar að rekja til frumkvæðisathugunar stofnunarinnar sem náði til allra auglýsinga allra stjórnmálaflokka og allra undirfélaga þeirra á fjögurra ára tímabili.

Í álitinu voru settar fram athugasemdir og leiðbeiningar af hálfu Persónuverndar.  Neðangreindar reglur eru samdar í sameiningu Persónuverndar og stjórnmálaflokka og byggja á grundvelli fyrrgreinds álits.

Verklagsreglur um noktun samfélagsmiðla í tengslum við almennar kosningar.