Fjárfest í þrengingum?

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Ýmsir höfðu vænt­ing­ar um að staðið yrði við fram­kvæmda­áætl­un í tengsl­um við sam­göngusátt­mála sem gerður var 2019. Gert var ráð fyr­ir að nýj­um gatna­mót­um við Arn­ar­nes­veg og Bú­staðaveg yrði lokið á ár­inu 2021. Ekk­ert ból­ar á þess­um fram­kvæmd­um og er ljóst að hvor­ug þeirra verður til­bú­in á kjör­tíma­bil­inu þrátt fyr­ir skrif­leg lof­orð. Ljós­a­stýr­ing­ar í borg­inni hafa verið í lamasessi. Var sér­stak­lega tekið á því að fara ætti í úr­bæt­ur strax árið 2019. Ekk­ert hef­ur gerst í þeim efn­um.

Frek­ari þreng­ing­ar

Flest­ir eru sam­mála um að fara þarf í stór­fellt átak í sam­göngu­mál­um, en al­gert stopp hef­ur ríkt í borg­inni um úr­bæt­ur í meira en ára­tug. Fáum kom þó í hug að fjár­festa ætti í frek­ari þreng­ing­um. Á síðustu árum hef­ur orðið strætó­stoppistöð fengið nýja merk­ingu þegar þær hafa verið færðar inn á ak­braut­ir þannig að öll um­ferð stöðvast um leið og strætó. Hraðahindr­an­ir eru víða og eru sér­stak­ur kostnaðarliður í rekstri bíla og stræt­is­vagna. Nú eru uppi hug­mynd­ir um borg­ar­línu í miðju veg­stæða. Slíkt fyr­ir­komu­lag myndi úti­loka vinstri beygj­ur og lengja þar með vega­lend­ir um­tals­vert. Fyr­ir ligg­ur áætl­un um að lækka há­marks­hraða veru­lega á mik­il­væg­um braut­um sem tengja hverf­in sam­an. Slíkt mun auka enn frek­ar á um­ferðar­vand­ann. Þá er búið að kynna þá furðulegu hug­mynd að fækka ak­rein­um á lyk­ilak­braut­um eins og Suður­lands­braut til að leggja und­ir borg­ar­línu. Sam­an­tekið eru þetta allt aðgerðir til að þrengja veru­lega að um­ferð í borg­inni.

Leys­um um­ferðar­hnút­ana

Ekk­ert ból­ar á lausn­um, eins og end­ur­bót­um á hættu­leg­um ljós­a­stýrðum gatna­mót­um, Sunda­braut og betri ljós­a­stýr­ingu. Kran­sæðastífla verður seint læknuð með því að fækka æðum. Æðavíkk­un hent­ar bet­ur. Hjá­v­eituaðgerðir eru stund­um nauðsyn eins og Sunda­braut. Tækni­lausn­ir í ljós­a­stýr­ingu og snjall­væðingu gang­brauta eru nú­tíma­lausn­ir sem hafa taf­ist í Reykja­vík. Við eig­um að vinna sam­an að snjöll­um lausn­um og leysa vand­ann. Búum ekki til vanda­mál þegar lausn­irn­ar eru bæði þekkt­ar og hag­kvæm­ar.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2021.