Á morgun og á fimmtudag standa málefnanefndir flokksins fyrir opnum fundum þar sem flokksmönnum gefst kostur á að ræða og gera tillögur um áherslur flokksins í aðdraganda kosninga.
Sjálfstæðisfólk er eindregið hvatt til að taka þátt í fundunum og koma þannig að mótun á stefnu flokksins.
Fundirnir verða haldnir í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og á ZOOM.
Tillögum inn í ályktanir nefndanna má jafnframt koma á framfæri við stjórnir málefnanefndanna með því að senda tölvupóst á netfangið malefnanefndir@xd.is.
Opnir fundir málefnanefnda verða haldnir sem hér greinir:
Miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 17:00 – 18:30
Velferðarnefnd
Fjárlaganefnd
Utanríkismálanefnd
Atvinnuveganefnd
Fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 17:00 – 18:30
Umhverfis- og samgöngunefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Efnahags- og viðskiptanefnd
Allsherjar- og menntamálanefnd
Hér má finna upplýsingar um formenn málefnanefnda og aðrar upplýsingar um störf nefndanna má einnig nálgast á xd.is