Þungbærasta tegund ofríkis er mögulega sú sem beitir fyrir sig umhyggju

Arnar Þór Jónsson, frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi:

Fyr­ir­sögn­in hér að ofan er óbein þýðing á aðvör­un­ar­orðum C.S. Lew­is um „vel­viljað alræði“. Önnur um­mæli sem urðu mér hvatn­ing til að setja þess­ar lín­ur á blað féllu fyr­ir stuttu í fés­bók­ar­hópn­um Heild­ar­mynd­inni . Þau voru sett fram af manni sem kvaðst vera hrædd­ari við aðgerðir stjórn­valda gagn­vart kór­ónu­veirunni en veiruna sjálfa. Þess­ar tvær setn­ing­ar hafa ásótt mig síðustu daga, því mér finnst sér­stakt til þess að hugsa að veira sem 99,9% Íslend­inga und­ir sjö­tugu lifa af – og veld­ur nú eng­um eða væg­um ein­kenn­um hjá 97% smitaðra – skuli verið búin að um­turna öllu dag­legu lífi okk­ar, ekki aðeins hér­lend­is, held­ur víðs veg­ar um heim. Í þessu ljósi má velta því fyr­ir sér hvort veir­an sé í raun stærsta vanda­málið eða hvort vand­inn liggi mögu­lega ann­ars staðar, t.d. í und­ir­mönn­un í heil­brigðis­kerf­inu eða að for­vörn­um sé ábóta­vant. Þótt grím­ur komi að litlu ef nokkru gagni við út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hafa þær verið gerðar að hluta dag­legs lífs og að skil­yrði fyr­ir aðgengi að versl­un­um, veit­inga­stöðum o.fl. Gagn­semi þeirra er hugs­an­lega mest fyr­ir þá sem vilja deila og drottna, því grím­urn­ar eru stöðug áminn­ing um það að við séum heilsu­far­sógn hvert við annað.

Tækni­veldi í stað lýðveld­is?

Þetta ástand gref­ur und­an trausti í sam­fé­lagi okk­ar. Í sögu­legu sam­hengi er slík þróun fyrsta skrefið í átt til eyðilegg­ing­ar lýðræðis­legra stjórn­mála. Frammi fyr­ir þessu er þörf á því að við höf­um all­an vara á, því á sama tíma og lýðræðinu hnign­ar rís upp tækni­veldi, þ.e. stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag þar sem sér­fræðing­ar og vís­inda­menn fara með völd. Eitt meg­in­mark­mið tækni­veld­is­ins er að halda völd­um. Póli­tísk stefnu­mörk­un er ekki tækni­legt viðfangs­efni. Sér­fræðing­ar og vís­inda­menn byggja á þröngu sér­sviði frem­ur en heild­ar­mynd. Svið nátt­úru­vís­inda og siðfræði skar­ast svo sjald­an að hætt er við að síðar­nefnda sviðið verði út und­an við „vís­inda­lega ákv­arðana­töku“, sbr. þau um­mæli Werners von Braun að hann velti ekki fyr­ir sér hvar kjarn­orku­sprengj­urn­ar lentu: „That’s not my depart­ment.“ Siðmenntað sam­fé­lag stýr­ir því hvernig tækni og vís­ind­um er beitt. Sag­an sýn­ir að þegar þessu er snúið við, þ.e. þegar tækni og vís­indi eru far­in að stýra sam­fé­lag­inu, stend­ur vá fyr­ir dyr­um.

Vís­indi og tækni eru ekki eitt og hið sama: Nátt­úru­vís­ind­in beita sín­um aðferðum við rann­sókn­ir og skila af sér þekk­ingu. Þegar menn nýta sér þá þekk­ingu verður til tækni. Menn mega ekki fara að trúa á tækn­ina og til­biðja hana. Túlk­un þekk­ing­ar er stund­um álita­mál og á þeim grunni geta menn verið ósam­mála um hvaða leið beri að fara. Vís­ind­in tala sam­kvæmt þessu ekki einni röddu og hægt er að velja fleiri en eina leið á grund­velli vís­inda­legr­ar kenn­ing­ar. Það er því blekk­ing að vís­inda­leg ákv­arðana­taka standi utan eða ofan við póli­tík. Hér sem ann­ars staðar þarf að skil­greina mark­mið og velja leið til að ná því marki. Þar koma stjórn­mál óhjá­kvæmi­lega til skjal­anna, þ.e. við að skil­greina ætl­un­ar­verk og leiðir að þeim mark­miðum. Við get­um gert margt á grund­velli vís­inda sem við þó velj­um að gera ekki, t.d. að skera á tauga­braut­ir í heila geðsjúkra, stunda kyn­bæt­ur á mönn­um, beita efna­vopn­um, o.s.frv. Meðan við vilj­um kenna stjórn­mál­in við lýðræði leyf­ist okk­ur ekki að af­henda tækni­mönn­um fé­lags­lega og póli­tíska stefnu­mörk­un. Samt stönd­um við nú frammi fyr­ir því að tækni­menn hafa fengið allt of mik­il völd. Í reynd er verið að fela þeim að stjórna sam­fé­lag­inu. Þar sem þeir hafa þó tak­markaðar for­send­ur til að tak­ast á við það verk­efni hafa þeir ákveðið að fara auðveldu leiðina, þ.e. að stjórna ein­stak­lings­bund­inni hegðun með fyr­ir­mæl­um sem seil­ast sí­fellt lengra inn í einka­líf fólks og þurrka þannig út hefðbund­in mörk hins op­in­bera og hins per­sónu­bundna. Við slík­ar aðstæður er hætt við að borg­ara­legt frelsi verði of­ríki að bráð.

Harðræði í stað lýðræðis?

Þótt þess­ir stjórn­ar­hætt­ir feli í sér ógn við frjáls­lynt lýðræði fer sú ógn furðulega dult, því auðvelt er að láta blekkj­ast af yf­ir­lýs­ing­um um að þetta sé allt gert í nafni „um­hyggju“, „framþró­un­ar“, „lýðheilsu“, „lýðræðis“ eða jafn­vel „frjáls­lynd­is“. Í því sam­hengi má minna á að framþróun og íhald eru ekki ósam­rýman­leg sjón­ar­mið. Ein­hvers kon­ar jafn­vægi er sjálfsagt far­sæl­ast þar sem ann­ars staðar, þ.e. framþróun á grunni nýj­ustu þekk­ing­ar án þess að fórna hinu góða, sanna og fagra. Hlut­verk okk­ar er að verja mann­lega reisn og frelsi manns­ins. Í því felst m.a. að við eig­um ekki að láta efnið drottna yfir and­an­um.

Hinn kaldi veru­leiki er sá að stjórn­ar­farið hef­ur þokast, í smá­um skref­um, frá klass­ísku frjáls­lyndi í átt til gervifrjáls­lynd­is í anda áður­nefndr­ar aðvör­un­ar C.S. Lew­is, þar sem sér­vald­ir hand­haf­ar sann­leik­ans telja sig á grund­velli góðvilja, mennt­un­ar og vís­inda geta þvingað al­menn­ing til und­ir­gefni og und­an­bragðalausr­ar hlýðni. Fyr­ir­mynd­ar­ríkið (út­ópí­an) mun þá rísa þegar menn hætta að hugsa sjálf­stætt, af­sala sér eig­in vilja og hætta að ef­ast. For­senda þess að hið „full­komna sam­fé­lag“ verði til er þá að menn sýni al­gjöra sam­stöðu, gangi í takt við op­in­ber fyr­ir­mæli og hlýði.

Til les­and­ans

Er það draum­ur þinn, les­andi góður, að láta aðra hafa vit fyr­ir þér frá vöggu til graf­ar? Eða viltu fá að lifa sjálf­stætt, á þínum for­send­um, og læra með því að prófa þig áfram – og gera mis­tök? Klass­ískt frjáls­lyndi, öf­ugt við gervifrjáls­lyndi, grund­vall­ast á þeirri reynslu kyn­slóðanna að skyn­semi sér­hvers manns eru tak­mörk sett. Meðan við erum minn­ug þess að við höf­um ekki höndlað hinn end­an­lega sann­leika verðum við, hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr, að forðast hroka og sýna frek­ar auðmýkt gagn­vart eig­in tak­mörk­un­um og umb­urðarlyndi gagn­vart tak­mörk­un­um sam­ferðafólks okk­ar í sann­leiks­leit­inni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. ágúst 2021.