Geðheilbrigði víða alvarleg meinsemd í samfélaginu

Í fjórða þætti Velferðarinnar ræðir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar við Dr. Ólaf Þór Ævarsson geðlækni, sem hefur sinnt ráðgjöf, fræðslu og forvörnum á sviði geðheilbrigðismála. Hann starfar núna hjá Heilsuvernd og er einnig ráðgjafi hjá Streituskólanum. Þáttinn má nálgast hér.

Í þættinum kom fram að forvörnum og greiningum sé verulega ábótavant og ýmsir geðsjúkdómar hrjá ungt fólk og leiðir jafnvel til ævilangrar örorku.  Margt hefur samt áunnist í að draga úr fíkniefnaneyslu hjá skólafólki, bæði áfengi og öðrum fíkniefnum.

Samhæfingu vantar milli einstakra sviða heilbrigðisþjónustu og augljóst að stétt geðlækna eldist hratt og margir treysta sér ekki að láta af störfum þar sem sjúklingarnir hafa ekkert annað að leita.

Mikilvægt er að styrkja enn frekar rekstur sjálfstætt starfandi lækna eða læknastofnana þar sem Landspítali og heilsugæslan ráða ekki ein við þetta verkefni. Nemendur sem ljúka sérhæfingu í geðlækningu erlendis verða að hafa áhuga á að snúa heim.  Miklar framfarir eru að verða í geðlækningum.