Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin.

Alls greiddu 2.289 atkvæði.

Gild atkvæði voru 2.232 og skiptast þannig.

Í 1. sæti með 1.347 atkvæði í 1 sæti er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Í 2. sæti með 1.061 atkvæði í 1-2 sæti er Haraldur Benediktsson
Í 3. sæti með 1.190 atkvæði í 1-3 sæti er Teitur Björn Einarsson
Í 4. sæti með 879 atkvæði í 1-4 sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir

Hægt að sjá atkvæðadreifingu með því að smella hér.