Mælikvarðar og óheilbrigðir hvatar

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: 

Alþingi lauk störf­um aðfaranótt síðasta sunnu­dags en í haust verður gengið til kosn­inga. Hægt er að gera upp þing­vet­ur­inn með marg­vís­leg­um hætti. Töl­fræðin hjálp­ar en seg­ir ekki alla sög­una – hún mæl­ir ekki gæði laga­setn­ing­ar og svar­ar eng­um spurn­ing­um um hvort samþykkt lög auki al­menna vel­meg­un, styrki stöðu at­vinnu­lífs­ins eða byggi styrk­ari stoðir und­ir framtíðina.

En töl­fræðin leiðir fram að þingið var starf­samt eins og þing­for­seti vék að í ræðu áður en þing­fundi var frestað. Alls urðu 133 stjórn­ar­frum­vörp að lög­um, ell­efu nefnd­ar­frum­vörp og sex frum­vörp þing­manna. Í heild voru því samþykkt 150 lög en þar með er ekki sag­an öll sögð. Alls voru samþykkt­ar 34 þings­álykt­un­ar­til­lög­ur; 21 stjórn­ar­til­laga, sjö nefnd­ar­til­lög­ur og sex þing­manna­til­lög­ur. Ráðherr­ar svöruðu 261 skrif­legri fyr­ir­spurn og 18 munn­leg­um. Það virðist orðin sér­stök list­grein þing­manna að leggja fram fyr­ir­spurn­ir og óska eft­ir upp­lýs­ing­um sem liggja fyr­ir op­in­ber­lega.

Og líkt og áður stend­ur einn þingmaður eft­ir sem ræðukóng­ur. Að þessu sinni var það Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, sem er ekki ókunn­ug­ur þeim titli. Hann talaði í einn sól­ar­hring, þrjá klukku­tíma og tutt­ugu mín­út­ur í 324 ræðum. Þetta er liðlega fimm sinn­um leng­ur en sá er þetta skrif­ar talaði (og ég tala hæg­ar en Birg­ir).

Óheil­brigðir hvat­ar

Ég hef í gegn­um árin verið gagn­rýn­inn á þann mæli­kv­arða sem flest­ir styðjast við þegar mat er lagt á þing­hald, frammistöðu ráðherra og þing­manna. Fjöldi af­greiddra mála – laga­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lagna – seg­ir lítið sem ekk­ert um gæði og störf lög­gjaf­ans. Raun­ar er hægt að færa rök fyr­ir því að eft­ir því sem meira er af­greitt því verra sé það fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæk­in. Lífið verður flókn­ara og oft­ar en ekki þyngj­ast byrðarn­ar.

Hvat­inn til að af­greiða þing­mál er sterk­ur, ekki síst hjá ráðherr­um. Störf þeirra eru veg­in og met­in af fjöl­miðlum, en ekki síður þing­mönn­um, út frá fjölda frum­varpa sem þeir leggja fram á hverj­um þing­vetri. Gæði frum­varpa er auka­atriði – efn­is­inni­hald skipt­ir minna máli en að leggja fram laga­frum­varp. Hvat­arn­ir eru rang­ir og óheil­brigðir.

En þrátt fyr­ir allt var margt vel gert. Síðustu tvö lög­gjaf­arþing hafa ein­kennst mjög af bar­átt­unni við efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirunn­ar. Á síðustu tveim­ur þing­um hafa 57 laga­frum­varp verið samþykkt til að verja sam­fé­lagið, fyr­ir­tæk­in og heim­il­in. Í flestu hef­ur tek­ist vel til. Fram­leiðslu­get­an var var­in og þannig tryggt að at­vinnu­lífið sé í stakk búið til að grípa tæki­fær­in sem gef­ast nú þegar við kom­umst út úr kóf­inu. Ég full­yrði að við þá vinnu hafi þing­menn sýnt sín­ar bestu hliðar, verið sam­taka í mót­vægisaðgerðum þótt auðvitað hafi verið mein­inga­mun­ur í ein­hverju. Það er ör­ugg­lega rétt hjá for­seta þings­ins að mót­vægisaðgerðirn­ar hafa átt sinn þátt í því að traust til Alþing­is hef­ur auk­ist veru­lega – úr 23% í fe­brú­ar 2020 í 34% á þessu ári.

Eins og alltaf var handa­gang­ur í öskj­unni á síðustu vik­um og dög­um þings­ins og kannski meiri en oft áður þar sem kosn­ing­ar eru skammt und­an. Ég ít­rekaði oft við fé­laga mína í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins og einnig við nokkra sam­verka­menn í stjórn­ar­liðinu að sum mál – frum­vörp rík­is­stjórn­ar og þing­manna – væru ein­fald­lega þannig að hvorki him­inn né jörð myndi far­ast þótt þau dagaði uppi og yrðu ekki af­greidd. Raun­ar væru nokk­ur sem aldrei mætti samþykkja.

Margt vel gert

Þegar ég lít yfir þing­vet­ur­inn er ég ágæt­lega sátt­ur. Bar­átt­an gegn al­var­leg­um efna­hags­leg­um af­leiðing­um kór­ónu­veirunn­ar tókst í heild­ina vel. Þrátt fyr­ir þreng­ing­ar voru ýms­ir skatt­ar lækkaðir, byggt var und­ir ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki með skatta­leg­um hvöt­um, rík­is­stofn­un­um var fækkað, ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins beittu sér fyr­ir ein­föld­un reglu­verks, af­námi úr­eltra laga og stig­in voru mik­il­væg skref í sta­f­rænni stjórn­sýslu. Það var einnig sér­stak­lega gleðilegt að und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar voru stoðir al­manna­heilla­sam­taka styrkt­ar með því að inn­leiða skatta­lega hvata fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki til að styrkja starf­semi björg­un­ar­sveita, íþrótta­fé­laga, líkn­ar­sam­taka og fleiri al­manna­heilla­fé­laga. Íslenskt sam­fé­lag mun njóta þessa ríku­lega í framtíðinni.

Komið var í veg fyr­ir lögþvingaða sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Há­lend­isþjóðgarður­inn varð ekki að veru­leika og úti­lokað var að af­greiða fyr­ir­liggj­andi frum­varp með öðrum hætti en vísa því aft­ur til rík­is­stjórn­ar. (Hvernig staðið var að verki við frum­varpið er ágætt skóla­bók­ar­dæmi um hvernig ekki á að vinna ef ætl­un­in er að mynda sátt og sam­stöðu meðal al­menn­ings, land­eig­anda og sveit­ar­fé­laga um mik­il­vægt mál.)

En svo voru tek­in hættu­leg skref. Rík­is­styrk­ir til sjálf­stæðra fjöl­miðla voru samþykkt­ir. Ég sat hjá, sem er yf­ir­lýs­ing stjórn­arþing­manns um and­stöðu við rík­is­stjórn­ar­mál. Á sama tíma sat fast í nefnd frum­varp mitt og Brynj­ars Ní­els­son­ar um að draga Rík­is­út­varpið í áföng­um út af sam­keppn­ismarkaði fjöl­miðla. Með samþykkt þess hefði rekstr­ar­um­hverfi sjálf­stæðra fjöl­miðla orðið heil­brigðara en meiri­hluti þing­heims hef­ur ekki burði til slíkra aðgerða og valdi því rík­is­styrki.

Ýmis fram­fara­mál náðust ekki fram en verða verk­efni á kom­andi kjör­tíma­bili. Þol­in­mæði og stefnu­festa skila ár­angri. Þetta þekkja sjálf­stæðis­menn bet­ur en aðrir í bar­áttu gegn for­ræðis­hyggju. En hægt og bít­andi nær frelsið yf­ir­hönd­inni. Í þeirri full­vissu er gott að leggja upp í kosn­inga­bar­áttu.

Morgunblaðið 16. júní. 2021