Við lækkum skatta

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Sjaldn­ast líða kjör­tíma­bil eins og séð var fyr­ir. Nú und­ir lok tíma­bils­ins eru aðgerðir vegna heims­far­ald­urs enn áber­andi, en full ástæða er til að vekja at­hygli á þeim góðu verk­um sem fjallað var um í stjórn­arsátt­mála og gengið hafa eft­ir, þrátt fyr­ir far­ald­ur­inn.

Sjálf­stæðis­stefn­an snýst um frelsi, fram­far­ir, öfl­ugt at­vinnu­líf og lág­ar álög­ur. Við lögðum áherslu á að lækka skatta, draga úr álög­um á fólk og fyr­ir­tæki og það höf­um við gert. Skatt­kerfið hef­ur tekið já­kvæðum breyt­ing­um mörg und­an­far­in ár.

Tekju­skatt­ur hef­ur lækkað stöðugt und­an­far­in ár, mest hjá þeim tekju­lægri. Vegna skatta­breyt­inga síðustu tveggja ára hef­ur fólk með 400 þúsund króna mánaðarlaun nærri 10 þúsund krón­um meira milli hand­anna í hverj­um mánuði en áður. Lækk­an­irn­ar eru enn meiri litið lengra aft­ur í tím­ann.

Stimp­il­gjald er ekki leng­ur greitt við end­ur­fjármögn­un lána og fyrstu kaup­end­ur fá helm­ingsafslátt af gjöld­un­um. Frí­tekju­mörk vegna fjár­magn­s­tekju­skatts tvö­földuðust um ára­mót­in, úr 150 þúsund krón­um í 300 þúsund. Breyt­ing­in kem­ur sér sér­stak­lega vel fyr­ir eldri borg­ara, en mik­ill minni­hluti þeirra greiðir nú fjár­magn­s­tekju­skatt.

Und­ir frí­tekju­markið felld­um við jafn­framt sölu­hagnað sum­ar­húsa, auk sölu­hagnaðar og arðstekna vegna hluta­bréfa. Fyrri breyt­ing­in er sér­stak­lega hag­felld fyr­ir eldri borg­ara, en sú síðara er kær­kom­in inn­spýt­ing í at­vinnu­lífið með auk­inni þátt­töku al­menn­ings á markaði.

Trygg­inga­gjaldið var 7,7% árið 2013, en er nú 6,1%. Það mun­ar um minna fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Fyr­ir nokkr­um árum var VSK-hlut­fallið 25,5% og þannig með því hæsta í Evr­ópu. Við lækkuðum hlut­fallið í 24%, en það er nú hvergi lægra á Norður­lönd­um.

Sér­stak­ir skatta­leg­ir hvat­ar hafa verið samþykkt­ir til að örva fjár­fest­ing­ar at­vinnu­lífs­ins.

Með nýj­um lög­um get­ur fólk dregið allt að 350 þúsund krón­ur á ári frá skatt­skyld­um tekj­um sín­um ef það styrk­ir al­manna­heill­a­starf­semi. Nýtt hvata­kerfi ýtir und­ir um­svif í einka­geir­an­um og styður við græn­ar fjár­fest­ing­ar. Vöru­gjöld og toll­ar á iðnaðar­vör­ur hafa verið felld niður og sem og virðis­auka­skatt­ur á vist­væn öku­tæki. Áfram mætti lengi telja.

Við hækkuðum skatt­leys­is­mörk erfðafjár veru­lega um ára­mót­in, úr einni og hálfri millj­ón í fimm. Skerðing­ar­mörk barna­bóta hækka stöðugt, en rann­sókn­ir sýna að hér er stuðning­ur til tekju­lágra barna­fjöl­skyldna í næst­um öll­um til­fell­um hæst­ur á Norður­lönd­um.

Á sama tíma og skatt­ar lækka höf­um við eflt þjón­ustu, aukið af­köst og bætt gagn­sæi, en á nýj­um álagn­ing­ar­seðlum má sjá ná­kvæm­lega hvernig skatt­greiðslurn­ar skipt­ast niður á mála­flokka. Breyt­ing­in kem­ur í fram­haldi af sund­urliðun skatt­greiðslna til rík­is­ins og út­svars til sveit­ar­fé­laga á álagn­ing­ar­seðlum fyr­ir nokkr­um árum.

Fyr­ir þann tíma vissu ef­laust fáir hve stór hluti álagn­ing­ar­inn­ar er í formi út­svars, en í dag þurfa mánaðarlaun að slaga hátt í 900 þúsund krón­ur áður en farið er að greiða meira til rík­is en sveit­ar­fé­lags.

Lægri álög­um fylg­ir öfl­ugra at­vinnu­líf og auk­in hag­sæld vinn­andi fólks. Við mun­um halda áfram að létta byrðarn­ar og örva fram­far­ir. Það legg­ur grunn­inn að vel­ferð fyr­ir alla.

Morgunblaðið 12. júní.