Leiðbeiningar um prófkjör í Suðvesturkjördæmi

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer dagana 10. – 12. júní skal kjósa 6 frambjóðendur, hvorki færri né fleiri.

Kjósandi raðar 6 frambjóðendum í töluröð

Kjósa skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.

Yfirstrikanir gera kjörseðilinn ógildan

Ekki er heimilt að strika yfir frambjóðendur eða gera neitt annað við kjörseðil en að raða frambjóðendum í töluröð frá 1 – 6. Í framboði eru 12 frambjóðendur. Það leiðir af sér að kjósandi kýs einungis helming þeirra á sínum kjörseðli. Striki kjósandi yfir nafn frambjóðanda eða eigi við seðilinn með öðrum hætti er seðilinn ógildur og verður ekki talinn neinum frambjóðanda til tekna, jafnvel þó kjósandi raði öðrum frambjóðendum í töluröð.

Ef merkt er við færri en 6 er seðill ógildur

Ef kjósandi merkir ekki við 6 frambjóðendur er seðillinn ógildur og verður ekki talinn. Það er því ekki nóg að mæta og kjósa einn frambjóðanda í sæti eða 2-3 frambjóðendur. Nauðsynlegt er að kjósa 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né fleiri.

Nánar má finna allt um prófkjörið í Suðvesturkjördæmi hér.