5.800 kosið í prófkjörinu kl. 15:00 í dag.
'}}

5.800 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kl. 15:00 í dag.

Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu – sjá hér. Kjósa skal 6-8 frambjóðendur í töluröð, hvorki fleiri en 8 né færri en 6.

Kjörstaðir eru opnir til kl. 18:00 í dag en hægt er að kjósa á fimm stöðum í Reykjavík:

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1
  • Hótel Sögu, Hagatorgi – aðalinngangur
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, Hraunbæ 102b
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd)
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi, Hverafold 1-3 (2. hæð)

Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Hægt er að ganga í flokkinn rafrænt fram að lokun kjörstaða hér.