92 ár frá stofnun Sjálfstæðisflokksins í dag
'}}

Í dag, 25. maí, fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 92 ára afmæli sínu, en flokkurinn var stofnaður með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins þann dag árið 1929. Allar götur síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið eitt stærsta umbótaaflið í íslensku samfélagi.

Starfsemi Sjálfstæðisflokksins er virk um allt land og telja aðildarfélög flokksins vel á annað hundrað. Mikið er um að vera í aðildarfélögunum þessa dagana vegna undirbúnings fyrir prófkjör um allt land fyrir alþingiskosningar í haust. Nánari upplýsingar um prófkjör flokksins er að finna hér. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Alls hafa níu manns gegnt formennsku í flokknum frá stofnun og allir hafa þeir gegnt embætti forsætisráðherra.

Nánar má lesa um sögu flokksins hér.