Þrettán í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Þrettán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir Alþingiskosningarnar 2021, sem fram fer dagana 4. og 5. júní næstkomandi.

Við lok framboðsfrestsins klukkan 16:00 í gær höfðu þrettán framboð borist. Öll framboðin voru úrskurðuð gild.

Yfirkjörstjórn Varðar fagnar þeim áhuga sem sjálfstæðismenn hafa sýnt prófkjörinu og óskar frambjóðendunum öllum góðs gengis.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru í stafrófsröð:

 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • Birgir Ármannsson
 • Birgir Örn Steingrímsson
 • Brynjar Níelsson
 • Diljá Mist Einarsdóttir
 • Friðjón R Friðjónsson
 • Guðlaugur Þór Þórðarson
 • Herdís Anna Þorvaldsdóttir
 • Hildur Sverrisdóttir
 • Ingibjörg H Sverrisdóttir
 • Kjartan Magnússon
 • Sigríður Ásthildur Andersen
 • Þórður Kristjánsson