Samþykkt var á fjölmennum Zoom-fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gærkvöldi að haldið verði prófkjör í Suðvesturkjördæmi.
Í prófkjörinu munu flokksmenn velja frambjóðendur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram í haust. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi bar þá tillögu upp fyrir fundinn í kvöld að haldið yrði prófkjör í kjördæminu. Mikill einhugur var um þá tillögu.