Hugmyndir ný þáttaröð á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Þar er fjallað um ýmsar hugmyndir og nýjungar út frá okkar hugmyndafræði. Leitað er fanga víða í málefnum sem talin eru til framfara í íslensku samfélagi. Í öðrum þætti er fjallað um nýsköpun í heilbrigðismálum – hvernig samstarf hins opinbera og einkaaðila stækkar og eflir heilbrigðiskerfið. Gestir þáttarins eru þau Agla Eir Vilhjálmsdóttir hjá Verslunarráði, Sigurður Garðarsson hjá Sjómannadagsráði og Óli Björn Kárason þingmaður. Umsjónarmaður er Viggó Örn Jónsson.