Handan við storminn

Sigrún Halla Mathiesen, formaður SUS:

Eft­ir rúmt ár af kór­ónu­veirunni fer að stytt­ast í kafla­skil. Bólu­setn­ing­ar ganga ágæt­lega og ná­granna­lönd hafa gefið út opn­un­ar­áætlan­ir, sem fylla mann bjart­sýni og von um að þetta ástand tak­mark­ana og hafta taki enda og hér muni eðli­legt líf hefjast á ný. Í síðustu viku opnuðu bar­ir á Englandi og grímu­skylda hef­ur form­lega verið af­num­in í Ísra­el. Þrátt fyr­ir ný­leg smit er ljós við enda gang­anna með áfram­hald­andi bólu­setn­ing­um.

Umræðan und­an­far­in miss­eri hef­ur stjórn­ast af veirunni, hvort sem það eru nýj­ustu smit­töl­ur eða aðgerðir stjórn­valda. Það er óhjá­kvæmi­legt og að vissu leyti eðli­legt, en sam­hliða bar­átt­unni verðum við líka að hugsa lengra en til næsta upp­lýs­inga­fund­ar al­manna­varna. Geðheils­unn­ar og framtíðar­inn­ar vegna.

Staðan er sú að við stönd­um frammi fyr­ir stærsta tæki­færi í rúma öld til þess að stilla átta­vit­ann, hugsa stórt og fara fulla ferð áfram þegar yfir lýk­ur. Hug­sjón­irn­ar sem verða ofan á og ákv­arðan­irn­ar sem verða tekn­ar á næstu mánuðum munu ráða úr­slit­um um það hvernig Ísland verður eft­ir 10, 20 og 30 ár. Jafn­vel leng­ur. Ungt fólk sem hef­ur núna glatað heilu ári af bestu árum lífs síns á skilið að hlakka til tæki­fær­anna sem við get­um skapað.

Far­ald­ur­inn hef­ur sýnt okk­ur mik­il­vægi þess að rík­is­sjóður sé ekki skuld­sett­ur í botn og hafi svig­rúm til að tak­ast á við óvænt áföll. Til að rétta aft­ur úr kútn­um þarf al­vöru­um­ræðu um það hvert hlut­verk hins op­in­bera á að vera fram veg­inn og hvort um­svif þess í dag séu for­svar­an­leg meðan at­vinnu­lífið er í end­ur­lífg­un. Hvort ekki sé eðli­legra að hið op­in­bera sinni grunnþjón­ustu og greiði leið fyr­ir­tækja, í stað þess að leggja stein í götu þeirra. Það er ekki síst mik­il­vægt í ljósi þeirra fjár­fest­inga sem nauðsyn­leg­ar eru til að skapa sjálf­bæra framtíð og þeirra starfa sem verða til þegar ný­sköp­un er áhætt­unn­ar virði. Með upp­færðri for­gangs­röðun get­um við gert miklu bet­ur í heil­brigðis- og mennta­mál­um og það í auknu sam­starfi við einkaaðila, en jafn mik­il­væg­ir mála­flokk­ar eiga ekki bara að hvíla á herðum hins op­in­bera. Við þurf­um all­ar hend­ur á dekk fyr­ir verk­efnið fram und­an.

Und­an­farna mánuði höf­um við í Ung­um sjálf­stæðismönn­um nýtt tím­ann í að móta sýn á framtíð Íslands hand­an við storm­inn og höf­um nú birt helstu til­lög­ur okk­ar í þeim efn­um, aðgengi­leg­ar á heimasíðu og sam­fé­lags­miðlum sam­bands­ins. Sýn­in er skýr og það fer að birta til. Við meg­um ekki gleyma því.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2021.