Áherslur SUS handan við heimsfaraldur

„Staðan er sú að við stöndum frammi fyrir stærsta tækifæri í rúma öld til þess að stilla áttavitann, hugsa stórt og fara fulla ferð áfram þegar yfir lýkur. Hugsjónirnar sem verða ofan á og ákvarðanirnar sem verða teknar á næstu mánuðum munu ráða úrslitum um það hvernig Ísland verður eftir 10, 20 og 30 ár. Jafnvel lengur. Ungt fólk sem hefur núna glatað heilu ári af bestu árum lífs síns á skilið að hlakka til tækifæranna sem við getum skapað,“ segir í frétt á vef Sambands ungra sjálfstæðismanna í dag þegar SUS kynnti sýn á framtíð Íslands handan við COVID-19 undir yfirskrftinni Handan við storminn – Áherslur handan við heimsfaraldur – sjá hér.

„Faraldurinn hefur sýnt okkur mikilvægi þess að ríkissjóður sé ekki skuldsettur í botn og hafi svigrúm til að takast á við óvænt áföll. Til að rétta aftur úr kútnum þarf alvöru umræðu um það hvert hlutverk hins opinbera á að vera fram veginn og hvort umsvif þess í dag séu forsvaranleg meðan atvinnulífið er í endurlífgun. Hvort ekki sé eðlilegra að hið opinbera sinni grunnþjónustu og greiði leið fyrirtækja, í stað þess að leggja stein í götu þeirra,“ segir í fréttinni. Þar segir einnig m.a.:

„Með uppfærðri forgangsröðun getum við gert miklu betur í heilbrigðis- og menntamálum og það í auknu samstarfi við einkaaðila, en jafn mikilvægir málaflokkar eiga ekki bara að hvíla á herðum hins opinbera. Við þurfum allar hendur á dekk fyrir verkefnið fram undan.“

Áherslur SUS handan við heimsfaraldur í heild sinni