Byggt undir tvöfalt heilbrigðiskerfi

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Hægt en ör­ugg­lega er að verða til jarðveg­ur fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi. Þannig er grafið und­an sátt­mál­an­um um að tryggja öll­um jafn­an aðgang að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag. Drög að reglu­gerð um end­ur­greiðslu kostnaðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna sem starfa án samn­ings við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands er dæmi um hvernig jarðveg­ur­inn er und­ir­bú­inn. Rétt­indi sjúkra­tryggðra eru lögð til hliðar og auk­in rík­i­s­væðing boðuð. Af­leiðing­in verður þvert á yf­ir­lýst mark­mið: Kostnaður mun aukast og þjón­ust­an verður verri. Kerfi biðlista fest­ist enn bet­ur í sessi.

Þjón­usta sjálf­stætt starf­andi sér­fræðilækna bygg­ist á göml­um grunni sem reist­ur var árið 1909 þegar fyrsta sjúkra­sam­lagið var stofnað. Samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við sér­fræðilækna tók gildi í byrj­un árs 2014 en hann rann út árið 2018. Frá þeim tíma hafa samn­ing­ar ekki tek­ist og sjálfsagt á hér við hið fornkveðna, að sjald­an veld­ur einn þegar tveir deila. Sjúkra­tryggðir – við öll – hljóta að gera þá kröfu jafnt til heil­brigðis­yf­ir­valda og sér­fræðilækna að margra ára þrasi verði lokið með samn­ing­um. Hafi aðilar ekki burði til að ná samn­ing­um virðist skyn­sam­legt að leggja deil­una fyr­ir sér­stak­an gerðardóm.

Þrátt fyr­ir samn­ings­leysið hef­ur rétt­ur sjúk­linga til end­ur­greiðslu verið tryggður með reglu­gerð. Þessu ætla yf­ir­völd heil­brigðismála að breyta og í raun svipta ákveðna sjúk­linga sjúkra­trygg­ing­um, sem við öll höf­um greitt fyr­ir með skött­um og gjöld­um. Með reglu­gerðinni verður inn­leidd mis­mun­un milli fólks eft­ir því til hvaða sér­fræðinga það leit­ar eft­ir nauðsyn­legri þjón­ustu. Þeir sem leita til sér­fræðinga sem fella sig ekki við ein­hliða kröf­ur Sjúkra­trygg­inga verða svipt­ir sjúkra­trygg­ing­um – rétt­in­um til end­ur­greiðslu hluta kostnaðar.

Hags­mun­ir „kerf­is­ins“

Hér ráða því ekki þarf­ir og rétt­indi hinna sjúkra­tryggðu. Hags­mun­ir sjúkra­tryggðra eru lagðir til hliðar til að þjóna hags­mun­um „kerf­is­ins“. Í frétt sem birt­ist á heimasíðu heil­brigðisráðuneyt­is­ins kem­ur fram að Sjúkra­trygg­ing­um hafi verið falið að „greina hvaða verk sér­greina­lækna skuli verða til­vís­un­ar­skyld til framtíðar“. Og til að taka af öll tví­mæli um að hverju er stefnt seg­ir orðrétt:

„Stofn­un­inni er einnig falið að gera til­lögu til ráðherra um hvaða verk á gjald­skrá Sjúkra­trygg­inga Íslands skuli fella brott með það fyr­ir aug­um að þjón­ust­an skuli frem­ur veitt inn­an op­in­berra stofn­ana.“

Sem sagt: Rík­i­s­væðing heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er í full­um gangi. Sjálf­stæðir lækn­ar eru sett­ir út í kuld­ann en verst er að það verður al­menn­ing­ur sem ber kostnaðinn. Val­frelsi í heil­brigðisþjón­ustu er skert.

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands hef­ur ít­rekað lýst áhyggj­um af stöðu sér­hæfðrar heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa. Án samn­inga sé raun­veru­leg hætta á að tvö­falt heil­brigðis­kerfi þró­ist.

Sú stefna sem birt­ist í reglu­gerðardrög­un­um verður til þess að þeir sem ekki hafa fjár­hags­lega burði til að nýta þjón­ustu sér­fræðilækna neyðast til að leita á náðir op­in­berra sjúkra­húsa og annarra rík­is­rek­inna heil­brigðis­stofn­ana. Það er hins veg­ar úti­lokað að op­in­ber­ar heil­brigðis­stofn­an­ir geti tekið við skjól­stæðing­um sér­fræðilækna – næg eru verk­efn­in fyr­ir. Lausn „kerf­is­ins“ verður að búa til nýja biðlista, lengja þá sem fyr­ir eru og jafn­vel búa til biðlista eft­ir að kom­ast á biðlista. Hvaða hags­mun­um er verið að þjóna? Heil­brigðisþjón­ust­an versn­ar, kostnaður­inn eykst og lífs­gæði lands­manna verða lak­ari.

Fyr­ir­heit án inni­halds

Sár­ast er að horfa upp á hvernig skipu­lega er verið að leggja grunn að tvö­földu heil­brigðis­kerfi með einka­rekn­um sjúkra­trygg­ing­um. Al­menn­ing­ur verður að sætta sig við þjón­ustu inn­an rík­is­rek­ins trygg­inga­kerf­is á sama tíma og efna­fólk fær skjóta og góða þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi lækna og annarra heil­brigðis­starfs­manna. Fyr­ir­heitið um að all­ir eigi jafn­an og greiðan aðgang að nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag verður án inni­halds. Ég ótt­ast að þá bresti ým­is­legt annað í ís­lenskri þjóðarsál.

Tregða heil­brigðis­yf­ir­valda til að nýta kosti einkafram­taks­ins í heil­brigðisþjón­ustu og vinna að samþætt­ingu og sam­vinnu op­in­bers rekstr­ar og sjálf­stætt starf­andi aðila er óskilj­an­leg. Dregið er úr val­mögu­leik­um fólks, unnið gegn hag­kvæmri nýt­ingu fjár­muna og álag á op­in­ber sjúkra­hús er aukið.

Í sjálf­heldu

Hægt og bít­andi er verið að hneppa heil­brigðisþjón­ust­una í fjötra fá­breyti­leika og auk­inna út­gjalda. Við mun­um eiga stöðugt erfiðara með að fylgja öðrum þjóðum eft­ir á sviði heil­brigðis­vís­inda. Sam­keppn­is­hæfni okk­ar við að laða til lands­ins vel menntað og hæfi­leika­ríkt heil­brigðis­starfs­fólk, eft­ir langt sér­nám, verður verri.

Ein stærsta áskor­un sem við stönd­um frammi fyr­ir á kom­andi árum er að tryggja mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins – að hæfi­leika­ríkt starfs­fólk á öll­um sviðum fá­ist til starfa inn­an ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins. Við erum og verðum í harðri sam­keppni við aðrar þjóðir um að laða til okk­ar ungt fólk með sér­fræðiþekk­ingu, sem er til­búið til að miðla af þekk­ingu sinni og þjón­usta okk­ur þegar þess er þörf. Lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, sjúkraþjálf­ar­ar, líf­fræðing­ar, lyfja­fræðing­ar, sál­fræðing­ar og aðrir sér­hæfðir heil­brigðis­starfs­menn eru alþjóðlegt vinnu­afl – heim­ur­inn er þeirra vett­vang­ur. Það um­hverfi sem er verið að búa heil­brigðis­starfs­fólki hér á Íslandi er ekki sér­lega aðlaðandi.

Þegar yf­ir­völd skilja ekki að lækna­vís­ind­in eru þekk­ing­ariðnaður sem nær­ist á fjöl­breyti­leika, ekki síst í rekstr­ar­formi, er sú hætta raun­veru­leg að í stað framþró­un­ar verði stöðnun. Rík­i­s­væðing elur ekki af sér ný­sköp­un, trygg­ir ekki lífs­nauðsyn­lega nýliðun, geng­ur gegn at­vinnu­frelsi heil­brigðis­starfs­manna og kannski það sem er verst; dreg­ur úr þjón­ustu og ör­yggi sjúk­linga.

Er þetta sú framtíðar­sýn sem ætl­un­in er að kynna lands­mönn­um fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar?

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. apríl 2021.