Ný glæsileg uppsjávarskip

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður:

Norðlend­ing­ar héldu hátíð í upp­hafi apríl þegar nýtt, glæsi­legt upp­sjáv­ar­skip Sam­herja kom til heima­hafn­ar á Ak­ur­eyri. Vil­helm Þor­steins­son EA 11, sem er 89 metr­ar á lengd og 16,6 metr­ar á breidd, hef­ur burðargetu yfir þrjú þúsund tonn í þrett­án lest­artönk­um og verður afl­inn kæld­ur til að hrá­efnið komi sem fersk­ast að landi.

Hið nýja skip er áminn­ing um mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs í öll­um lands­fjórðungn­um. Öllu máli skipt­ir fyr­ir byggðir að sjáv­ar­út­veg­ur gangi vel og sé rek­inn af sókn­ar­hug. Ný at­vinnu­tæki eru svar við æ meiri kröf­um um arðbærni, alþjóðlega sam­keppni og aukna nýt­ingu hrá­efn­is.

Fjár­fest­ing­ar í nýj­um skip­um og há­tækni til að mynda á Dal­vík, Eskif­irði og víðar, kalla á tæki frá ís­lensk­um fram­leiðend­um fyr­ir millj­arða. Þannig hafa veiðar og vinnsla einnig verið ís­lensk­um iðnaði afl­vél. Það sýn­ir mik­ill vöxt­ur síðustu 30 ára hjá fyr­ir­tækj­um á borð við Mar­el, Skag­ann 3x, Curio, Völku, Vélfag, Hampiðjuna, Frost, Eger­sund, Raf­eyri, Baader á Íslandi og svo mætti lengi telja. Leiðandi fyr­ir­tæki í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi inn í fjórðu iðnbylt­ing­una. Há­tækni kall­ar eft­ir fjölg­un vel menntaðs tækni­fólks í sjáv­ar­út­vegi. Það skipt­ir ekki síst máli á lands­byggðinni.

Miðað við vægi sjáv­ar­út­vegs á lands­byggðinni sam­an­borið við höfuðborg­ar­svæðið, er hann sann­ar­lega „lands­byggðargrein“. Ein­ung­is land­búnaður stend­ur þar fram­ar. Sé horft til allra at­vinnu­greina var árið 2017 um 67 pró­sent fram­leiðslu á höfuðborg­ar­svæðinu en 33 pró­sent á lands­byggðinni. Í sjáv­ar­út­vegi má rekja 14 pró­sent til höfuðborg­ar­svæðis en 86 pró­sent til lands­byggðar.

Það skipt­ir því öllu fyr­ir lands­byggðina að sjáv­ar­út­vegi séu búin góð og ekki síst stöðug rekstr­ar­skil­yrði. Hörð alþjóðleg sam­keppni sjáv­ar­út­vegs tek­ur lít­il mið af aðstæðum á Íslandi. Við bæt­ast nátt­úru­leg­ar sveifl­ur ekki síst í afla­brögðum upp­sjáv­ar­fiska, síld­ar, loðnu, kol­munna og mak­ríls.

Aust­ur­land er öfl­ug­asta svæði Íslands í upp­sjáv­ar­veiðum, býr yfir góðum flota til veiða og öfl­ugri fisk­vinnslu: Upp­sjáv­ar­hús Eskju á Eskif­irði, Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, Brims á Vopnafirði og Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði. Ná­lægð við fiski­mið eyk­ur getu og hag­kvæmni veiða. Öflug­ar vinnsl­ur og fiski­skip auka enn mögu­leika á gæðastýr­ingu og arðsemi.

Vor­hug­ur tendr­ast þegar nýr Börk­ur, upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, mun leggja að heima­höfn. Þetta syst­ur­skip Vil­helms Þor­steins­son­ar mun í framtíðinni færa á land fyrsta flokks hrá­efni, aukna verðmæta­sköp­un og lífs­kjör. – Það veit á gott.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. apríl 2021.