Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 29. maí nk.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kom saman nú fyrir hádegið og fór yfir framboð sem bárust áður en framboðsfrestur rann út. Voru þau öll úrskurðuð gild.
Um er að ræða 3 konur og 6 karla. Meðalaldur frambjóðenda er 47 ár. Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt 5 frambjóðendur.
Frambjóðendur eru:
Ásmundur Friðriksson | Alþingismaður | Reykjanesbæ |
Björgvin Jóhannesson | Fjármálastjóri | Sveitarfélaginu Árborg |
Eva Björk Harðardóttir | Oddviti Skaftárhrepps | Skaftárhreppi |
Guðbergur Reynisson | Framkvæmdastjóri | Reykjanesbæ |
Guðrún Hafsteinsdóttir | Markaðsstjóri | Hveragerði |
Ingveldur Anna Sigurðardóttir | Laganemi | Rangárþingi eystra |
Jarl Sigurgeirsson | Skólastjóri | Vestmannaeyjum |
Margeir Vilhjálmsson | Framkvæmdastjóri | |
Vilhjálmur Árnason | Alþingismaður | Grindavík |