Mynd af althingi.is

Níu þátttakendur í prófkjöri í Suðurkjördæmi

Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 29. maí nk.

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kom saman nú fyrir hádegið og fór yfir framboð sem bárust áður en framboðsfrestur rann út. Voru þau öll úrskurðuð gild.

Um er að ræða 3 konur og 6 karla. Meðalaldur frambjóðenda er 47 ár. Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt 5 frambjóðendur.

Frambjóðendur eru:

Ásmundur Friðriksson Alþingismaður Reykjanesbæ
Björgvin Jóhannesson Fjármálastjóri Sveitarfélaginu Árborg
Eva Björk Harðardóttir Oddviti Skaftárhrepps Skaftárhreppi
Guðbergur Reynisson Framkvæmdastjóri Reykjanesbæ
Guðrún Hafsteinsdóttir Markaðsstjóri Hveragerði
Ingveldur Anna Sigurðardóttir Laganemi Rangárþingi eystra
Jarl Sigurgeirsson Skólastjóri Vestmannaeyjum
Margeir Vilhjálmsson Framkvæmdastjóri
Vilhjálmur Árnason Alþingismaður Grindavík

 

Nánari upplýsingar um prófkjörið má finna hér.