Mannréttindi á fjármálamarkaði

Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður:

Það er áleit­in spurn­ing hvort frjáls­bor­inn maður geti haft vald á eig­in mál­um. Þannig eru mann­rétt­indi fólg­in í því að hver fái að vera svo heimsk­ur sem hann vill. Það eru mann­rétt­indi að taka lán og það eru mann­rétt­indi að eiga frjáls­an sparnað. Það er stjórn­ar­skrár­bund­in skylda að stjórn­völd geri þegn­um sín­um kleift að vernda verðgildi frjáls sparnaðar.

Það kann að vera að umboðslaus­ir verka­lýðsrek­end­ur geti tekið sér vald til að ákveða láns­kjör annarra en ég frá­bið mér af­skipti verka­lýðsrek­enda af mín­um lána­mál­um. Það er skerðing á mín­um mann­rétt­ind­um.

Enn frek­ar sem ald­ur fær­ist yfir mig, að láns­tími á mín­um lán­um eigi að laga sig að duttl­ung­um þessa umboðslausa fólks. Vandi verka­lýðsrek­enda er sá að þegar þeir byrja að ljúga af vanþekk­ingu sinni og fara með bull og fleip­ur, þá er erfitt að segja satt á eft­ir.

Áleit­in spurn­ing

Það er einnig áleit­in spurn­ing á hvern veg verka­lýðsrek­end­ur í einu stétt­ar­fé­lagi geta ákveðið láns­kjör fé­laga í öðru og óskyldu stétt­ar­fé­lagi, eða þeirra sem standa utan stétt­ar­fé­laga. Af hverju á mann­vits­brekk­an for­seti ASÍ að ákveða láns­kjör hjá fé­laga í BSRB eða BHM? Er fé­lög­um í BSRB og BHM of gott að vera fífl, ef svo ber und­ir! Hvern varðar slíkt?

„Rétt eiga menn á að stofna stétt­ar­fé­lög og stétt­ar­fé­laga­sam­bönd í þeim til­gangi, að vinna sam­eig­in­lega að hags­muna­mál­um verka­lýðsstétt­ar­inn­ar og laun­taka yf­ir­leitt.“ Svo er það orðað í vinnu­lög­gjöf­inni. Það fel­ur ekki í sér að verka­lýðsrek­end­ur geti tekið sér vald til hag­stjórn­ar á heim­il­um.

Hvað með lána­samn­inga?

Lán er samn­ing­ur milli tveggja aðila, lán­veit­anda og lán­taka. Báðir aðilar lána­samn­ings­ins bera rétt­indi og skyld­ur. Að auki gilda al­mennt samþykkt­ar regl­ur marg­föld­un­ar og deil­ing­ar þar sem breytistærðirn­ar eru:

• Höfuðstóll og gjald­miðill

• Láns­tími í dög­um, mánuðum eða árum

• Gjald­dag­ar og skil­mál­ar.

• Vext­ir, eða ávöxt­un á ári

• Dýr­leiki láns er met­inn af ávöxt­un

Ef vext­ir eru breyti­leg­ir, þá er eðli­legt að breyti­leik­inn sé ekki ákv­arðaður af lán­veit­and­un­um án ytri til­vís­un­ar.

Það er ástæða til að staldra við hug­takið vexti. Vext­ir eru gjald fyr­ir af­not af fjár­magni. Gjaldið tek­ur mið af al­mennu vaxta­stigi á fjár­mála­markaði, áhættu­laus­um vöxt­um, áhættu og verðbólgu. Að auki eru nokkr­ir aðrir þætt­ir sem skipta tak­mörkuðu máli.

Hinir áhættu­laus­ir vext­ir eru tald­ir vera vext­ir á lán­um sem rík­is­sjóður tek­ur. Áhætta tek­ur mið af greiðslu­getu og aðstæðum lán­taka. Verðbólga er sú sama, hvort held­ur rík­is­sjóðir, fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling­ar eiga í hlut.

Vaxta­kjör og verðtrygg­ing

Al­geng­asti breyti­leik­inn í vaxta­kjör­um er verðbólga.

Vaxta­kjör allra lána taka mið af verðbólgu. Orðfærið á ís­lensk­um fjár­mála­markaði er með því vit­laus­asta sem um get­ur. Enda eng­um of gott að vera heimsk­ur!

Lán þar sem vaxta­kjör eru ákvörðuð með hlut­lægri mæl­ingu verðbólgu eru tal­in „verðtryggð“. Lán þar sem breyti­leiki vaxta er ákv­arðaður af lán­veit­anda eru tal­in „óverðtryggð“!

Allt tal um „óverðtryggð“ lán er þvæla úr munni lýðsleikja og ruglu­dalla.

Al­geng­asta dæmi um verðtrygg­ingu eru lán á áfengi yfir helgi þar sem end­ur­greiða á með sams kon­ar áfengi. Verðbreyt­ing á áfengi yfir helgi hef­ur eng­in áhrif á það hve miklu áfengi skuli skilað.

Umboðsvandi lán­veit­anda

Lán­taki get­ur ekki ætl­ast til að lán­veit­andi gangi á rétt um­bjóðenda sinna um sam­eig­in­leg­an sparnað til líf­eyr­is, að end­ur­greiðsla láns­ins rýri rétt um­bjóðend­anna, vænt­an­legra líf­eyr­isþega, um vænt­an líf­eyri vegna skyldu­bund­ins sparnaðar. Þá er for­senda fyr­ir skylduaðild að líf­eyr­is­sjóðum brost­in.

Það hef­ur eng­inn heim­ild til að út­hluta annarra manna gæðum að geðþótta.

Frum­varp um láns­tíma

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra læt­ur sig hafa það að bera fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um „vexti og verðtrygg­ingu“ nr. 38/​2001.

Frum­varpið virðist fram borið til að standa við fyr­ir­heit í ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi „aðila vinnu­markaðar­ins“. Ég er á vinnu­markaði og ég hef aldrei fram­selt til nokk­urs aðila rétt minn til að ákv­arða sjálf­ur láns­tíma á lán­um mín­um, sem ég geri með sam­komu­lagi við lán­veit­anda minn. Ég óska aðeins eft­ir því að lán­veit­andi minn bjóði sann­gjarn­an og viðráðan­leg­an láns­tíma. Ef ég vil taka lán til 40 ára til bíla­kaupa, þá er það mitt mál. Það er mál lán­veit­and­ans að veð til trygg­ing­ar lán­inu haldi verðgildi sinu sem veðtrygg­ing út láns­tím­ann.

Ef lán­veit­and­inn veit­ir mér þá sann­girni að heim­ila mér að greiða auka­greiðslur eft­ir efn­um mín­um og ástæðum, þá þarf ég ekki að lúta duttl­ung­um verka­lýðsrek­enda um láns­tíma.

Ald­ur­stengd­ur láns­tími

Svo á að ald­ur­stengja láns­tíma. Hvað með ald­ur­stengda mis­mun­un?

Þeir sem eldri eru þurfa að lúta kröf­um verka­lýðsrek­enda um styttri láns­tíma en þeir sem eru ung­ir! Hvað segja Sam­tök aldraðra um slíka for­sjár­hyggju og of­stopa? Sá er þetta rit­ar hef­ur alltaf álitið það upp­haf allr­ar vellíðunar að vera ekki að skipta sér af því hvert aðrir ætla og hvað aðrir gera. Og svo er hverj­um manni alls ekki of gott að vera svo heimsk­ur sem hann vill! Vits­mun­ir verka­lýðsrek­enda bæta þar engu um.

Þar sem alla virðist varða svo mjög um þjóðar­hag, þá er rétt að benda á að jöfn greiðslu­byrði á löng­um tíma veld­ur ekki sveifl­um á fjár­mála­markaði. Það er ört vax­andi hóp­ur sem hef­ur ein­stak­an áhuga á pen­inga­stefnu Seðlabank­ans og fram­kvæmd henn­ar!

Ef til vill er ætl­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka and­lag til erfðafjárskatts. Ald­ur­steng­ing bæt­ir ekki vel­ferð eldri borg­ara. Skuld­ir eða skuld­leysi er ákvörðun ein­stak­lings­ins en ekki ráðherra eða verka­lýðsrek­enda.

Áhrif á greiðslu­byrði

Greiðslu­byrði lána tek­ur mið af láns­tíma. Því styttri láns­tími, því þyngri greiðslu­byrði. Það kann að verða sæla eft­ir að end­ur­greiðslu lýk­ur. Verka­lýðsrek­end­ur, for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra varðar ekk­ert um það hvenær þegn­ar njóta sælu. Það kann að vera að ein­hverj­ir vilji dreifa sæl­unni á lang­an tíma, án af­skipta annarra. Það er gert með löng­um láns­tíma.

En þá má einnig spyrja: Hafa lán­veit­end­ur skaðað um­bjóðend­ur sína með löng­um láns­tíma til lán­taka? Þeim er þetta rit­ar er ekki kunn­ugt um neina slíka rann­sókn. Í um­sögn Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja kem­ur slík­ur skaði ekki fram. Seðlabank­inn kann­ast ekki við nein áhrif láns­tíma á virkni pen­inga­mála­stefnu.

Og hef­ur hver sem er ekki leyfi til að vera skyn­sam­ari en í fyrra?

Ólík­indi

Það er með mikl­um ólík­ind­um að fjár­mála- og efna­hags­ráðherra skuli bera fram á vett­vangi Alþing­is það frum­varp, sem hér til umræðu. Sam­töl ráðherra við verka­lýðsrek­end­ur geta aldrei bundið vilja Alþing­is. Sér­stak­lega þegar sam­talið varðar að mestu aðra en þá sem verka­lýðsrek­end­ur þykj­ast hafa umboð fyr­ir. Verka­lýðsrek­end­ur geta aðeins samið um kaup og kjör, og þrifnað á vinnu­stöðum. Önnur mál geta verið umræðuefni til ábend­ing­ar.

Efni frum­varps­ins felst að mestu í af­námi mann­rétt­inda hjá heiðvirðu fólki, þar sem sam­ing­ar heiðvirðs fólks hafa dugað.

En eins og skáldið seg­ir í Kraft­birt­ing­ar­hljómi guðdóms­ins: „Öll skáld eru hel­vít­is ræfl­ar og óbóta­menn, nema hann Hall­grím­ur heit­inn Pét­urs­son.“

Gleðilega páska!

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. mars 2021.