Góð tækifæri til nýsköpunar í umhverfisvænum iðnaði

Jón Gunnarsson, alþingismaður:

Mörg stór mál hafa borist Alþingi frá ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á síðustu vik­um, þ.ám. til um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. Mál sem skipta hag­sæld og vel­ferð þjóðar­inn­ar miklu á næstu árum og ára­tug­um.

Ef veiru­áfallið hef­ur kennt okk­ur eitt­hvað þá er það að við verðum að fjölga stoðunum und­ir verðmæta­sköp­un þjóðar­inn­ar og auka fjöl­breytni í at­vinnu­lífi. Vissu­lega hef­ur mikið áunn­ist í þeim efn­um á und­an­förn­um árum, en sann­ar­lega höf­um við ekki haldið vöku okk­ar nægj­an­lega. Má jafn­vel segja að við höf­um flotið sof­andi að feigðarósi.

Kæru­leysi og átök hafa um of ein­kennt umræðu um þessi mik­il­vægu mál, fjör­egg þjóðar­inn­ar. Næg­ir þar að nefna ágrein­ing um nýt­ingu fisk­veiði- og orku­auðlinda okk­ar. Fra­sa­kennd umræða um græna at­vinnu­bylt­ingu byggða á rann­sókn­um, þróun og ný­sköp­un seg­ir ekki nema hálfa sög­una. Hvað kem­ur svo? Það sem skipt­ir öllu máli er hvað sagt er með B á eft­ir A.

Við mun­um áfram í grund­vall­ar­atriðum byggja á ný­sköp­un í und­ir­stöðuat­vinnu­grein­um okk­ar, þar sem þekk­ing, reynsla og mennt­un mun skila okk­ur öfl­ugu og fjöl­breyttu at­vinnu­lífi sem treysta mun grunn þess vel­ferðarsam­fé­lags sem við höf­um byggt upp.

Tök­um nokk­ur dæmi um græna at­vinnu­bylt­ingu, tæki­færi sem liggja við fæt­ur okk­ar.

Mat­væla­fram­leiðsla

Auk styrk­ing­ar hefðbund­inn­ar land­búnaðarfram­leiðslu eig­um við að auka mjög við fram­leiðslu okk­ar í yl­rækt. Íslensk­ir bænd­ur fram­leiða úr­valsvöru sem á sér ekki hliðstæðu þegar kem­ur að hrein­leika. Lít­il sem eng­in lyfja­notk­un, hreint vatn og líf­ræn­ar varn­ir í stað eit­ur­efna gefa okk­ur mikið for­skot. Við verðum að hlúa að þess­ari grunn­atvinnu­grein okk­ar og nýta tæki­fær­in sem liggja í for­skoti okk­ar, til að hugsa stórt og hyggja á auk­inn út­flutn­ing á næstu árum.

Fisk­eldi

Það er að gjör­bylta efna­hag okk­ar og byggðaþróun í land­inu, en deil­ur hafa um of skyggt á mik­il­vægi grein­ar­inn­ar. Útflutn­ings­verðmæti fisk­eldisaf­urða af sömu stærð og helstu nytja­stofn­ar okk­ar skila, eru í sjón­máli. Byggðafesta og auk­in fjöl­breytni í at­vinnu­lífi á lands­byggðinni þar sem fisk­eld­is nýt­ur við er bylt­inga­kennd. Við ger­um meiri kröf­ur til um­hverf­is­mála á þessu sviði en aðrar þjóðir og eig­um að gera það. Auk­in tækni og ný­sköp­un í grein­inni hafa gert allt rekstr­ar­um­hverfi henn­ar ör­ugg­ara. Hér þarf að auka rann­sókn­ir víðar með strönd­inni til að áhættu­meta rekst­ur­inn gagn­vart um­hverf­inu. Í stað þess að leita lausna og sátta fara menn í skot­graf­ir, stríð er það sem við höf­um síst efni á núna. Af gefnu til­efni má minna á að sjókvía­eldi er mat­væla­fram­leiðsla með eitt­hvert lægsta kol­efn­is­spor allr­ar slíkr­ar fram­leiðslu í heim­in­um.

Gagna­ver

Hér eru land­fræðileg­ar aðstæður mjög hag­stæðar fyr­ir rekst­ur gagna­vera. Græn orka og veðurfar gera Ísland að mjög áhuga­verðum stað fyr­ir slík­an rekst­ur. Nýr sæ­streng­ur til gagn­flutn­inga sem fyr­ir­hugað er að leggja til Evr­ópu á næsta ári mun koma okk­ur á kortið sem væn­legri staðsetn­ingu með til­liti til ör­uggra teng­inga. Við þurf­um einnig að vinna að því með banda­mönn­um okk­ar í vestri að nýr sæ­streng­ur verði lagður hingað frá Norður-Am­er­íku, slík ráðstöf­un myndi valda bylt­ingu. Hér er á ferðinni iðnaður sem við eig­um að leggja áherslu á að fari sem víðast um hinar dreifðu byggðir. Þá fáum við al­vöru­kaup­end­ur að raf­orku sem greiða munu fyr­ir nauðsyn­lega styrk­ingu dreifi­kerf­is­ins. Ef ekki koma til slík­ir kaup­end­ur mun­um við sem fyr­ir erum í kerf­inu þurfa að greiða reikn­ing­inn með hærri dreifi­kostnaði á raf­orku.

Eldsneyt­is­fram­leiðsla

Hér eig­um við gríðarleg tæki­færi í heimi þar sem öll áhersla mun vera á orku­skipti í stóra sam­heng­inu. Vetn­is­fram­leiðsla með okk­ar grænu orku leik­ur hér aðal­hlut­verk. Við erum ey­land ótengt öðrum lönd­um og þannig verður það. Lokað kerfi raf­orku­fram­leiðslu okk­ar mun verða mun hag­kvæm­ara og skila sér í betri nýt­ingu með mikl­um ávinn­ingi og aukn­ingu á sam­keppn­is­hæfi lands­ins gagn­vart orku­kaup­end­um. Aðrar þjóðir sem hafa langt frá því sömu tæki­færi og við, eru með stór áform um aukn­ingu í raf­orku­fram­leiðslu ein­mitt til þess að fram­leiða vetni vegna orku­skipta.

Raf­hlöður

Hröð þróun í fram­leiðslu þeirra gegn­ir lyk­il­hlut­verki í hröðun orku­skipta. Við höf­um ný­lega heyrt af viðræðum Lands­virkj­un­ar við áhuga­söm fyr­ir­tæki sem fram­leiða raf­hlöður í far­ar­tæki, stór og smá. Græna ork­an okk­ar er grund­völl­ur áhuga þess­ara fyr­ir­tækja sem eru í gríðarlegri ný­sköp­un í þess­ari fram­leiðslu og við mun­um sjá eft­ir­spurn marg­fald­ast á næstu árum. Sam­kvæmt tals­manni eins af orku­fyr­ir­tækj­um okk­ar má reikna með að slíkri fram­leiðslu fylgi þúsund­ir há­tækn­istarfa og gríðarleg út­flutn­ings­verðmæti.

Núllstill­ing

Hægt er að halda áfram að telja upp tæki­fær­in sem liggja við fæt­ur okk­ar. Hér hef ég sagt B, í stað þess að tala fra­sa­kennt og inni­stæðulaust um græna at­vinnu­bylt­ingu á grund­velli ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þró­un­ar.

Öll þau tæki­færi sem ég hef hér farið yfir eru stór­kost­leg ný­sköp­un í um­hverf­i­s­væn­um iðnaði sem munu gjör­bylta tæki­fær­um fyr­ir framtíðarkyn­slóðirn­ar. Öll byggð á traust­um grunni reynslu og þekk­ing­ar sem þegar er til staðar í land­inu.

Á sama tíma og án þess að við lít­um til þess­ara tæki­færa eru menn í fullri al­vöru að leggja til bann við nýt­ingu þeirra auðlinda sem gera okk­ur sam­keppn­is­hæf til að inn­leiða þessa ný­sköp­un í græn­um iðnaði. Við verðum að setja sam­keppn­is­hæfi okk­ar í fyrsta sæti, stokka upp, núllstilla umræðuna og hefja aft­ur á rétt­um for­send­um.

Auk­in áhersla á mennt­un í iðn-, tækni- og raun­vís­ind­um, þar sem við gef­um sjálf­stæðum skól­um sömu tæki­færi og op­in­ber­um, mun leiða okk­ur inn í for­ystu­hlut­verk í ný­sköp­un, rann­sókn­um og þróun. Á grund­velli þeirr­ar þró­un­ar mun­um við tak­ast á við tæki­færi framtíðar með skyn­sam­legri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda okk­ar sem grunn að því sterka vel­ferðarsam­fé­lagi sem við vilj­um byggja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. mars 2021.