12 í framboði til stjórnar Varðar – upplýsingar um framkvæmd kosningar

Tólf manns gefa kost á sér til stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.  Jón Karl Ólafsson gefur einn kost á sér til formanns Varðar og verður hann því sjálfkjörinn á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fer næstkomandi fimmtudag, 18. mars, kl. 11:00 í Valhöll. Kosið verður um sjö stjórnarsæti á aðalfundinum.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörsins rann út kl. 16:00 síðastliðinn mánudag. Í heildina bárust 14 framboð til stjórnar Varðar. Eitt framboð barst eftir að framboðsfresturinn rann út og eitt framboð uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar Varðar um kjörgengi og voru þau því úrskurðuð ógild.

Skrifleg kosning til stjórnar Varðar fer fram fimmtudaginn 18. mars í Valhöll frá kl. 11:00 til 20:00. Á kjörseðli skal kjósa 4 – 7 frambjóðendur, hvorki fleiri en 7 né færri en 4.

Munið skilríkin!

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til formanns Varðar:

Jón Karl Ólafsson

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til stjórnar Varðar:

Þórarinn Stefánsson

Anna Hrefna Ingimundardóttir

Ásmundur Sveinsson

Elín Engilbertsdóttir

Einar Hjálmar Jónsson

Einar Sigurðsson

Magnús Júlíusson

Matthildur Skúladóttir

Ólöf Skaftadóttir

Reynir Vignir

Rúna Malmquist

Sigurður Helgi Birgisson