Bólusettir utan Schengen mega koma til landsins

Vottorð um bólusetningu við COVID-19 og vottorð um fyrri COVID-sýkingu verða tekin gild á landamærum Íslands, hvort sem þau eru upprunnin innan EES-svæðisins eða utan þess, uppfylli þau kröfur og leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Þeir sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku né sóttkví og heldur ekki að framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. Þetta kemur fram í frétt á ruv.is í dag.

Þar segir að hingað til hafi einungis verið tekin gild bólusetningarvottorð sem gefin séu út í ríkjum ESB og EES með þeim bóluefnum sem hafa hlotið markaðsleyfi í Evrópu.