Fólkið sem ól okkur upp

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Frá því Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók að nýju sæti í rík­is­stjórn árið 2013 höf­um við unnið mark­visst að bætt­um kjör­um allra með því að nýta kraft­mikið hag­vaxt­ar­skeið til að standa með tekju­lág­um. Þetta sýn­ir sag­an.

Lof­orð

Í kosn­inga­bar­átt­unni vorið 2013 sett­um við mál­efni eldri borg­ara á odd­inn, en þeir höfðu horft upp á kjör sín drag­ast aft­ur úr í sam­an­b­urði við aðra árin á und­an.

Í for­gangi var að aft­ur­kalla skerðing­ar í al­manna­trygg­inga­kerf­inu sem kynnt­ar voru til sög­unn­ar í tíð Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar. Auk þess þurfti að vinda ofan af nýj­um ósann­gjörn­um skött­um sem einna helst komu niður á eldri borg­ur­um með lág­ar tekj­ur en tals­vert eigið fé bundið í hús­næði.

Okk­ur fannst of marg­ir með lág­ar eða meðal­tekj­ur greiða fjár­magn­s­tekju­skatt og vild­um af­nema tekju­teng­ing­ar elli­líf­eyr­is (grunn­líf­eyr­is), sem var í þá daga einn flokk­ur í trygg­inga­kerfi aldraðra, og nam um 34 þúsund krón­um á mánuði.

Heilt yfir var það skýrt mark­mið okk­ar að stór­bæta kjör eldri borg­ara.

Efnd­ir

Strax og rík­is­stjórn var mynduð hóf­umst við handa. Fyrsta verkið var að aft­ur­kalla skerðing­ar á grunn­líf­eyri elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega vegna líf­eyr­is­sjóðstekna og aft­ur­kalla lækk­un frí­tekju­marks vegna at­vinnu­tekna.

Eigna­skatt­ur­inn (auðlegðarskatt­ur) féll niður í lok árs 2013. Hann hafði lagst sér­stak­lega þungt á tekju­lága í skuld­lausu hús­næði.

Til að draga enn frek­ar úr skerðing­um var frí­tekju­mark vaxta­tekna hækkað í 125 þúsund krón­ur í árs­byrj­un 2014. Síðan þá höf­um við hækkað frí­tekju­markið veru­lega, síðast um nýliðin ára­mót. Það stend­ur nú í 300 þúsund krón­um og fer þeim eldri borg­ur­um því stöðugt fækk­andi sem greiða fjár­magn­s­tekju­skatt að ráði.

Við lét­um ekki þar við sitja. Nefnd und­ir for­ystu Pét­urs heit­ins Blön­dal var árið 2013 falið að um­bylta kerf­inu, gera það sann­gjarn­ara og bæta kjör­in. Afrakst­ur­inn birt­ist í veru­leg­um breyt­ing­um sem samþykkt­ar voru árið 2016. Þá voru bóta­flokk­ar sam­einaðir, fram­færslu­viðmið hækkuð og króna-á-móti-krónu-skerðing fyr­ir eldri borg­ara af­num­in. Árang­ur­inn var ein­hver mesta kjara­bót í ára­tugi.

Staðan í dag

Þess­ar áhersl­ur hafa skipt sköp­um fyr­ir bætt kjör eldri borg­ara. Það er einnig ánægju­legt að sjá að líf­eyr­is­sparnaður þeirra sem eru að ljúka starfsæv­inni fer sí­fellt hækk­andi. Að baki þeirri þróun er ára­tuga vinna og fyr­ir­hyggja sem loks er að skila sér með áber­andi hætti.

Þetta tvennt hef­ur hald­ist í hend­ur við langt hag­vaxt­ar­skeið sem við höf­um sam­an nýtt til að styrkja stöðu launþega í land­inu, ekki síst þeirra sem minnst hafa. Tekju­skatts­lækk­an­ir hafa leikið stórt hlut­verk í þeirri já­kvæðu þróun.

Niðurstaðan er sú að kaup­mátt­ur launa og bóta hef­ur aldrei í sög­unni verið meiri.

Skýr stefnu­mörk­un með áherslu á um­skipti í efna­hags­mál­um, ábyrg rík­is­fjár­mál, stöðug­leika og sókn á öll­um sviðum markaði upp­hafið að sam­felldu tíma­bili bættra lífs­kjara und­an­far­inn ára­tug.

Heild­ar­tekj­ur elli­líf­eyr­isþega hafa hækkað um helm­ing frá ár­inu 2015 og kaup­mátt­ur auk­ist hlut­falls­lega mest hjá þeim tekju­lægstu. Eigna- og skuld­astaða hóps­ins hef­ur styrkst og lang­flest­ir búa í eig­in hús­næði. Mik­ill meiri­hluti eldri borg­ara greiðir minna en 10% af ráðstöf­un­ar­tekj­um sín­um í af­borg­an­ir.

Hjá eldri hjón­um í eig­in hús­næði sem höfðu 512 þúsund krón­ur í mánaðar­tekj­ur árið 2013 voru tekj­urn­ar orðnar 700 þúsund á mánuði árið 2019.

Þessa sögu má skoða á vefn­um Tekju­sag­an.is. Þar er tek­in sam­an þróun í tekj­um og kjör­um ólíkra hópa í gegn­um árin byggt á gögn­um Hag­stof­unn­ar og skatt­fram­töl­um allt frá 1991 til 2019. Mark­miðið er að gera stjórn­völd­um kleift að meta áhrif breyt­inga á lífs­kjör ein­stakra hópa, en ekki síður að stuðla að upp­lýstri umræðu sem bygg­ist á staðreynd­um.

Verk­efnið fram und­an

Þrátt fyr­ir þróun síðustu ára er verk­inu ekki lokið. Enn er hóp­ur eldri borg­ara sem á tak­mörkuð rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum vegna lít­ill­ar at­vinnuþátt­töku og reiðir sig al­farið á elli­líf­eyri frá Trygg­inga­stofn­un. Sá hóp­ur taldi alls um 1.300 manns árið 2018 eða 3% þeirra sem voru 67 ára og eldri.

Eitt margra stórra skrefa til að bæta kjör fólks var stigið með inn­leiðingu fé­lags­legs viðbót­arstuðnings í nóv­em­ber í fyrra. Við þurf­um að tryggja að al­manna­trygg­ing­arn­ar haldi áfram að grípa fólk í viðkvæmri stöðu og vinna að bætt­um kjör­um þess ár frá ári.

Ef horft er á stóru mynd­ina voru íbú­ar 67 ára og eldri 45.250 í árs­byrj­un 2020, 16% fleiri en árið 2015. Þrátt fyr­ir þessa miklu fólks­fjölg­un juk­um við á sama tíma ár­leg út­gjöld vegna líf­eyr­is­greiðslna al­manna­trygg­inga á hvern elli­líf­eyr­isþega úr 1,6 í 2,4 millj­ón­ir að meðaltali. Alls juk­ust ár­leg út­gjöld rík­is­sjóðs í mál­efni aldraðra um 35 millj­arða á tíma­bil­inu. Við verj­um nú rúm­lega 10% allra tekna rík­is­sjóðs til elli­líf­eyr­is al­manna­trygg­inga.

Áskor­un­in fram und­an er ekki síst að byggja áfram und­ir sömu lífs­kjara­bæt­ur eldri borg­ara, hóps sem eðli máls­ins sam­kvæmt fer sís­tækk­andi. Á sama tíma þurf­um við að gæta þess að kyn­slóðabilið fari ekki breikk­andi og yngra fólk drag­ist aft­ur úr í lífs­kjör­um. Ef vel á að tak­ast til er mik­il­vægt að halda rétt á spil­un­um næstu árin.

Rétt­ar áhersl­ur

Fyr­ir bætt lífs­kjör skipt­ir sköp­um að vel tak­ist til við að end­ur­heimta lands­fram­leiðsluna sem tap­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs­ins.

Reynsl­an sýn­ir að leiðin út úr kreppu felst ekki í stefnu skerðinga og skatta­hækk­ana. Hún felst í því að trúa á ein­stak­ling­inn og skapa jarðveg þar sem fólk fær að blómstra á eig­in for­send­um. Þannig byggj­um við und­ir nauðsyn­lega verðmæta­sköp­un og hag­sæld svo sam­fé­lagið geti tekið vel utan um þá sem á þurfa að halda.

Með þessu tryggj­um við ekki síst að lífs­kjör aldraðra þró­ist áfram með sama hætti og sag­an sýn­ir. Að við öll get­um notið betri lífs­kjara og lifað áhyggju­laus á efri árum. Við skuld­um þeim sem ólu okk­ur upp ekk­ert minna. Þeim sem lögðu grunn­inn að því frjálsa og sterka sam­fé­lagi sem við nú búum í.

Við höf­um sem sjálf­stæð þjóð byggt upp sam­fé­lag sem stenst sam­an­b­urð við hvaða land sem er í heim­in­um. Rétt­ar áhersl­ur varða leiðina til enn betra lífs fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. mars 2021.