Prófkjör 29. maí í Norðausturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í fjarfundi á zoom 13. mars sl. Þar var samþykkt tillaga stjórnar kjördæmisráðs að prófkjör færi fram laugardaginn 29. maí nk. við val á fimm efstu sætum framboðslista í alþingiskosningum í haust.

Kristján Þór Júlíusson, ráðherra og oddviti flokksins, tilkynnti í dag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í haust.

Kristinn Frímann Árnason var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs, en hann hefur gegnt formennsku síðan í september 2014.

Auk Kristins voru kjörin í stjórn: Almar Marinósson, Anna Alexandersdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Harpa Halldórsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Íris Ósk Gísladóttir, Jakob Sigurðsson, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Jón Orri Guðjónsson, María H. Marinósdóttir, Oddný Björk Daníelsdóttir, Olga Gísladóttir, Ragnar Sigurðsson og Stefán Friðrik Stefánsson.

Auk þeirra situr í stjórn Hjörvar Blær Guðmundsson fyrir hönd KUSNA – Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Varamaður hans er Ragnar Sigurður Kristjánsson.

Í varastjórn voru kjörin: Þórunn Sif Harðardóttir, Sindri Karl Sigurðsson, Þorgrímur Daníelsson, Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, Sigurður Ingvi Gunnþórsson, Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Embla Blöndal Ásgeirsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Karl Lauritzson, Hannes Höskuldsson, Samúel Karl Sigurðsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Ágústa Björnsdóttir og Elvar Snær Kristjánsson.

Í miðstjórn voru kjörin Harpa Halldórsdóttir, Ragnar Sigurðsson og Þórunn Sif Harðardóttir. Til vara í miðstjórn voru kjörin Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Anna Alexandersdóttir og Þórhallur Harðarson. Stefán Friðrik Stefánsson vék úr miðstjórn eftir átta ár sem aðal- og varafulltrúi fyrir Norðausturkjördæmi.

Í kjörnefnd voru kjörin: Anna Alexandersdóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Harpa Halldórsdóttir, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Kristján Blær Sigurðsson, Oddný Björk Daníelsdóttir, Olga Gísladóttir, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Sigurpálsson, Skúli Vignisson, Stefán Friðrik Stefánsson, Svava Þ. Hjaltalín og Þorsteinn Ásgeirsson.

Til vara voru kjörnir Jón Orri Guðjónsson og Ásgeir Logi Ásgeirsson. Formaður kjördæmisráðs og formenn fulltrúaráða í kjördæminu eru sjálfkjörnir í kjörnefnd.

Í flokksráð voru kjörin: Gunnar Ragnars, Svava Þ. Hjaltalín, Hannes Höskuldsson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Ólafur Jónsson, Ágústa Björnsdóttir, Sigurður Ingvi Gunnþórsson, Björn Magnússon, Gerður Ringsted og Anna María Elíasdóttir. Til vara voru kjörin: Rúnar Sigurpálsson, Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson, Embla Blöndal Ásgeirsdóttir, Baldur Helgi Benjamínsson, Sævar Guðjónsson, Fannberg Jensen, Emma Tryggvadóttir, Jóhann Hjaltason, Ragnar Ásmundsson og Auður Anna Ingólfsdóttir.

Guðmundur Magnússon og Þórhallur Harðarson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga. Þórhallur vék úr stjórn og lætur af embætti gjaldkera eftir átta ára farsælt starf. Skoðunarmenn reikninga um langt skeið, Birgir Björn Svavarsson og Hermann Haraldsson, láta einnig af störfum eftir farsælt áratugastarf.