Fósturlandsins Freyja

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

Land­helg­is­gæsl­an er ein af grunnstoðum ör­ygg­is þjóðar­inn­ar og hlut­verk henn­ar verður seint of­metið. Á það erum við stöðugt minnt þegar nátt­úru­öfl­in láta til sín taka. Við höf­um ætíð búið við ógn af völd­um nátt­úr­unn­ar og verið meðvituð um afl henn­ar frá því að land byggðist.

Mik­il­vægt er að Land­helg­is­gæsl­an búi yfir öfl­ug­um tækja­kosti og búnaði til að sinna ör­ygg­is­hlut­verki sínu. Að mati Gæsl­unn­ar verða á hverj­um tíma að vera til staðar a.m.k. tvö öfl­ug og haf­fær varðskip og einnig hef­ur verið tal­in þörf á efl­ingu þyrluþjón­ust­unn­ar. Ég er fullmeðvituð um að úr­bóta er þörf og það fyrr en seinna.

Ný­lega kom í ljós al­var­leg bil­un í vél varðskips­ins Týs og við slipp­töku í janú­ar blasti við að ráðast þyrfti í enn frek­ari viðgerðir á skip­inu til að gera það sigl­ing­ar­hæft á ný. Áætlaður heild­ar­viðgerðar­kostnaður varðskips­ins hleyp­ur á hundruðum millj­óna króna á næstu árum. Það er óviðun­andi staða og brýnt að bregðast við með skjót­um og ör­ugg­um hætti. Ný­smíði er ekki kost­ur vegna þess hve lang­an tíma hún tek­ur auk þess sem staða á mörkuðum fyr­ir kaup á hent­ug­um skip­um, t.d. þjón­ustu­skip­um úr ol­íuiðnaðinum, er tal­in einkar góð um þess­ar mund­ir.

Að mati Land­helg­is­gæsl­unn­ar er unnt að kaupa ný­leg, vel búin skip fyr­ir um 1-1,5 millj­arða króna. Til sam­an­b­urðar má gera ráð fyr­ir að nýtt skip eins og varðskipið Þór myndi kosta 10-14 millj­arða króna.

Í ljósi hag­stæðra skil­yrða á mörkuðum með skip taldi ég bæði skyn­sam­legt og rétt að stíga það skref að hefja nú þegar und­ir­bún­ing að kaup­um á öfl­ugu skipi til að sinna verk­efn­um Gæsl­unn­ar til hliðar við varðskipið Þór. Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um sl. föstu­dag til­lögu mína þess efn­is og þegar hef­ur verið haf­ist handa við und­ir­bún­ing máls­ins. Ég vænti þess að nýtt skip verði komið í gagnið áður en næsti vet­ur geng­ur í garð.

Auk fram­an­greinds ligg­ur fyr­ir að ný björg­un­arþyrla mun á næst­unni leysa TF-LIF af hólmi. Þá verða þrjár ný­leg­ar og öfl­ug­ar björg­un­arþyrl­ur til staðar í land­inu. Næsta haust ætti þá Land­helg­is­gæsl­an að vera einkar vel búin tækj­um og búnaði til að tak­ast á við sín mik­il­vægu ör­ygg­is- og gæslu­störf.

Nafna­hefð skipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar á rót í menn­ing­ar­sögu þjóðar­inn­ar og nöfn­in eru sótt í nor­ræna goðafræði. Skip Gæsl­unn­ar hafa borið nöfn ás­anna og er ég mjög fylgj­andi þess­ari hefð. Tel ég þó nú tíma kom­inn til að rétta hlut ásynja í nafna­hefðinni þannig að gyðja ást­ar og frjó­semi og dótt­ir sjáv­ar­guðsins Njarðar, Freyja, muni stilla sér upp við hlið hins öfl­uga Þórs, enda er frjó­semi hafs­ins grunn­ur þess sam­fé­lags sem við nú byggj­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2021.