Móttaka umsókna um viðspyrnustyrki er nú hafin hjá Skattinum. Þeim er ætlað að styðja fyrirtæki og einyrkja sem hafa orðið fyrir a.m.k. 60% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Markmiðið með styrkjunum er að rekstraraðilar geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist.
Styrkirnir gilda vegna tekjufalls á tímabilinu frá 1. nóvember 2020 til 31. maí 2021 og geta verið allt að 2,5 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins.
Sótt er um á vef Skattsins og þar eru allar nánari upplýsingar um viðspyrnustyrkina.