Ræddi mikilvægi samstarfs í öryggismálum

„Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja um öryggismál hefur sjaldan verið mikilvægra, ekki síst vegna vaxandi hættu á alvarlegum netárásum. Ógnirnar eru til staðar og heldur farið vaxandi. Við þurfum að efla varnir okkar gegn þeim,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem í dag ásamt Þórði Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins tók þátt í leiðtogafundi íhaldsflokka Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

Meðal efna fundarins var staðan í Rússlandi, netöryggismál og samstarfið við Bandaríkin.

Mikilvægt er að norrænu þjóðirnar og Eystasaltsríkin eigi samstarf um eftirlit og fylgist vel með umferð rússneksra herflugvéla og kafbáta á svæðinu.

Eins eru ýmis þekkt dæmi nú þegar til staðar um netárásir Rússa, Kínverja og Norður-Kóreumanna og mikilvægt að varnir séu sterkar. Samvinna ríkjanna mun skila miklu í að efla slíkar varnir.

Næsti leiðtogafundur er áætlaður hér á landi í haust ef aðstæður leyfa.