Norrænt samstarf um öryggismál aldrei mikilvægara

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs og formaður Hægri­flokks­ins, Søren Pape Poul­sen, formaður Íhalds­flokks­ins í Dan­mörku, Ulf Kristers­son, formaður Modera­terna í Svíþjóð og Petteri Orpo, formaður Ko­koomus í Finn­landi:

Heims­far­ald­ur­inn hef­ur reynt mikið á allt alþjóðasam­starf og ljóst að sam­eig­in­legt átak þarf til að kom­ast yfir krís­una. Á það jafnt við um bólu­efni, bata í ferðaþjón­ustu og for­send­ur fyr­ir landa­mæraviðskipt­um. Nor­rænt sam­starf hef­ur löng­um verið afar mik­il­vægt í lönd­un­um okk­ar og það mun sýna sig enn bet­ur þegar heims­far­aldr­in­um lýk­ur, skrifa Bjarni Bene­dikts­son, Erna Sol­berg, Søren Pape Poul­sen, Ulf Kristers­son og Petteri Orpo.

Norður­lönd­in munu halda sterkri stöðu sinni í alþjóðasam­keppni þegar hjól­in fara að snú­ast á ný eft­ir að heims­far­aldr­in­um lýk­ur. Þá verða lönd­in að vera vel í stakk búin til að bregðast sam­eig­in­lega við nýj­um áskor­un­um. Á und­an­förnu ári höf­um við séð hvernig ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hafa orðið fyr­ir barðinu á landa­mæra­hindr­un­um og ferðatak­mörk­un­um sem komu í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Á næstu árum verður mik­il­væg­ara en nokkru sinni að setja nor­rænt sam­starf í al­gjör­an for­gang. Ferðir til vinnu og viðskipti yfir landa­mæri eiga að vera eðli­leg­ur þátt­ur í dag­legu lífi fólks í lönd­un­um. Þess vegna verðum við að ná tök­um á heims­far­aldr­in­um og tryggja bólu­efni fyr­ir al­menn­ing.

Nor­rænt sam­starf er ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir okk­ur íbúa Norður­landa, held­ur lít­ur Evr­ópa og um­heim­ur­inn all­ur til okk­ar og sam­starfs land­anna á ýms­um sviðum. Við vilj­um standa vörð um sterka stöðu Norður­landa til framtíðar og bend­um hér á þrjár stoðir til að hleypa nýju lífi í nor­ræna sam­vinnu.

1. Nor­rænt sam­starf um at­vinnu­sköp­un og hag­vöxt

Auk­in alþjóðleg sam­keppni krefst sí­fellt meiri aðlög­un­ar­hæfni og skýrr­ar áherslu á ný­sköp­un og sam­keppn­is­færni í nor­rænu sam­starfi. Öflug­ir innviðir á Norður­lönd­um með ferðaf­relsi í for­grunni eru mik­il­væg­ir fyr­ir all­an hag­vöxt, ekki síst á landa­mæra­svæðum.

Efna­hags­legt frelsi og um­bæt­ur til að auka sam­keppn­is­hæfni er það sem við stefn­um að, ekki síst eft­ir að heims­far­aldri lýk­ur. Þá er al­gjört lyk­il­atriði að lönd­in verði áfram aðlaðandi fyr­ir fjár­fest­ing­ar í nýrri tækni. Ábyrg fjár­mál­s­tefna, hátt at­vinnu­stig og sam­keppn­is­fært at­vinnu­líf eru sam­eig­in­leg mark­mið land­anna.

Mik­il­vægt sam­eig­in­legt verk­efni er að varðveita sam­keppn­is­færni, þróun og gagn­sæi á innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins. Nor­ræn aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins verða að láta að sér kveða í mál­um sem varða mót­un fjár­mála­stefnu og frjáls viðskipti.

2. Norður­lönd­in leiðandi í græn­um um­skipt­um

Ætli Norður­lönd­in að halda leiðandi stöðu sinni verðum við einnig í framtíðinni að geta fram­leitt hreina raf­orku fyr­ir hag­kerfi og sam­fé­lög sem eru óðum að raf­væðast. Nor­rænt sam­starf um rann­sókn­ir og innviði er mik­il­væg­ur þátt­ur í að hraða þeirri þróun.

Lofts­lags­mál­in eru mála­flokk­ur þar sem Norður­lönd­in geta haldið öðrum Evr­ópu­lönd­um við efnið, til dæm­is þegar kem­ur að kol­efn­is­geymslu. Nor­ræn aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins verða að beita sér fyr­ir því að kröf­ur verði hert­ar í viðskipt­um með los­un­ar­heim­ild­ir inn­an ESB, að lofts­lags­mark­miðunum verði fylgt mark­visst eft­ir og að lofts­lags­ávinn­ing­ur viðreisn­ar­sjóðsins verði sem mest­ur. Flokk­un­inni verður að haga á þá leið að jarðefna­laus orku­fram­leiðsla og skóg­rækt falli und­ir sjálf­bær­ar fjár­fest­ing­ar.

3. Norður­lönd sem veita ör­yggi

Bæta verður sam­hæf­ingu á neyðarviðbúnaði og birgðum fyr­ir mögu­leg­ar krís­ur framtíðar og verður það mik­il­vægt viðfangs­efni í dýpkuðu nor­rænu sam­starfi. Skil­virkni í sam­starfi verður einnig að ein­kenna sam­skipti yf­ir­valda land­anna.

Þá er nor­rænt sam­starf í varn­ar­mál­um mik­il­væg­ur vett­vang­ur til að skapa lang­tíma­ör­yggi á svæðinu. Nor­ræn sam­vinna og ekki síst sam­starf Norður­landa við Eystra­salts­rík­in er mik­il­vægt á tím­um þegar nýj­ar áskor­an­ir í ör­ygg­is­mál­um blasa við á norður­slóðum og í Eystra­salti. Hlut­verk og viðvera NATO í okk­ar hluta álf­unn­ar er mik­il­væg­asta skrefið til að tryggja frið, stöðug­leika og vel­meg­un í lönd­un­um. Sam­starf um mál sem varða fjölþátta- og netógn­ir þarf að dýpka.

Ekki má líta fram hjá getu Norður­land­anna til að taka þátt í gerð alþjóðlegra viðmiða og staðla sem byggj­ast á gild­um og hags­mun­um land­anna. Þá getu mætti nýta enn bet­ur með fleiri samn­or­ræn­um aðgerðum í sam­skipt­um við er­lend ríki. Við ber­um öll ábyrgð á að efla rétt­ar­ríkið, lýðræði og mann­rétt­indi.

Öflugt sam­starf land­anna á kom­andi árum mun skipta sköp­um fyr­ir vel­gengni svæðis­ins í heild. Af­nema verður hindr­an­ir sem mynd­ast hafa milli land­anna og efla sam­heldni á svæðinu. Við verðum að standa vörð um hags­muni og gildi land­anna. Við, leiðtog­ar hóf­samra hægri­flokka á Norður­lönd­um, tök­um þess­um verk­efn­um af mik­illi al­vöru.

Grein­in birt­ist í Morgunblaðinu 1. mars 2021. Hún birtist einnig í Berl­ingske tidende í Dan­mörku, Dagens industri í Svíþjóð, NRK í Nor­egi og Hufvudstads­bla­det í Finn­landi.