Úr kyrrstöðu í sókn

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson, alþingismaður:

Fram­far­ir í fjar­skipt­um ein­kenna einna helst sam­fé­laga­bylt­ingu síðustu ára. Al­menn­ing­ur er sítengd­ur við fjar­skipta­kerfi, geng­ur með sím­tæki og held­ur um leið á öfl­ug­um marg­miðlun­ar­tölv­um til dag­legra nota.

Íslenskt sam­fé­lag styðst við marga grund­vall­ar­innviði sem að veru­legu leyti má rekja til aðild­ar okk­ar að varn­ar­sam­starfi inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins. Fjár­fest­ing­ar í varn­ar­mann­virkj­um hafa ekki aðeins þýðingu fyr­ir þjóðarör­yggi held­ur eru marg­háttuð borg­ara­leg not af þeim grund­völl­ur að því nú­tíma­sam­fé­lagi sem við þekkj­um í dag. Í því sam­bandi má til dæm­is nefna hlut­verk rat­sjár- og fjar­skipta­stöðvanna í borg­ara­legri flug­leiðsögu.

Tvö­falt hlut­verk innviða

Upp­bygg­ing fjar­skiptainnviða vegna þess­ara stöðva er annað dæmið um ávinn­ing sem lands­menn hafa haft af þessu sam­starfi. Lagn­ing stofn­ljós­leiðara Atlants­hafs­banda­lags­ins hring­inn um landið fyr­ir um þrem­ur ára­tug­um þýddi í raun að um allt land var byggt upp nú­tíma­legt fjar­skipta­kerfi sem enn í dag er hryggj­ar­stykkið í fjar­skipt­um þjóðar­inn­ar. Ekki er óvar­legt að segja að hag­sæld okk­ar sem þjóðar megi að tals­verðu leyti rekja til sam­starfs­ins og þess Íslands sem við þekkj­um í dag.

Góð út­breiðsla nú­tíma­fjar­skipta um land allt bygg­ist þannig á borg­ara­leg­um not­um af mann­virki sem í grunn­inn er til­komið vegna varn­ar­sam­starfs. Sam­hliða því var fjár­fest­ing Póst- og síma­mála­stofn­un­ar mögu­leg í lands­hring fjar­skipta á seinni hluta síðustu ald­ar.

Sam­keppni á fjar­skipta­markaði

Árið 2008 var stigið skref til að auka enn á sam­keppni um fjar­skipti með útboði á hluta af ljós­leiðaraþráðum í stofn­hring­tengi­kerf­inu. Það skref stuðlaði að enn frek­ar sam­keppni á al­menn­um fjar­skipta­markaði. Frá ár­inu 2008 hef­ur orðið marg­föld­un á gagna­magni og notk­un á fjar­skipt­um. Nú þegar tólf ár eru liðin frá síðasta útboði var því rétt og nauðsyn­legt að rýna hvernig efla mætti enn kraft sam­keppn­inn­ar til hags­bóta fyr­ir íbúa lands­ins.

Árið 2021 er loka­ár átaks­ins „Ísland ljóstengt“, átaks­verk­efn­is stjórn­valda um bætt­ar fjar­skipta­teng­ing­ar í dreif­býli. Lengi höfðu sveit­ir lands­ins setið eft­ir í bygg­ingu öfl­ugra teng­inga. Síðan átakið hófst hafa um 6.500 heim­ili og fyr­ir­tæki fengið hraðvirk­ar teng­ing­ar. Það dreg­ur hins veg­ar fram aðstöðumun að marg­ir þétt­býl­isstaðir og minni byggðarlög hafa ekki fengið sam­svar­andi úr­bæt­ur. Reglu­verk fjar­skipta er sam­keppn­is­drifið og ekki ein­falt að stíga inn í það með bein­um hætti eins og mögu­legt var í dreif­býl­inu. Að stofni til er Míla, að hluta arftaki Lands­s­íma Íslands, sá aðili sem í dag rek­ur meg­in­stofn­kerfi ís­lenskra fjar­skipta.

Útboð ljós­leiðaraþráða

Í ný­út­kom­inni skýrslu starfs­hóps ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra um ljós­leiðara­mál og útboð ljós­leiðaraþráða er varpað ljósi á enn frek­ari nýt­ing­ar­mögu­leika þess­ara fjar­skiptainnviða. Það er meg­in­til­laga starfs­hóps­ins að leggja til útboð á tveim­ur ljós­leiðaraþráðum banda­lags­ins, í stað eins, til rekst­urs stofn­teng­inga. Inn í það flétt­ast síðan kröf­ur um fjar­skipta- og netör­yggi. Það er rétt­mætt og eðli­legt sjón­ar­mið að eig­andi þeirra þráða sem um ræðir leggi áherslu á að búnaður og aðgengi að þess­um innviðum séu í sam­ræmi við þarf­ir og viðmið. Um er að ræða grund­vall­arþátt ís­lenskra fjar­skipta og það skipt­ir okk­ur höfuðmáli að við sýn­um fyllstu ábyrgð á ör­yggi fjar­skipta.

Varðandi rekstr­arör­yggi fjar­skipta legg­ur starfs­hóp­ur­inn fram grein­ingu sem get­ur und­ir­byggt enn frek­ari aðgerðir, hvort sem horft er til hags­muna al­menn­ings eða vegna þjóðarör­ygg­is og aðild­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Með til­tölu­lega litl­um og hag­kvæm­um fram­kvæmd­um má enn bæta og efla fjar­skipta­kerfi okk­ar um allt land.

Með auk­inni sam­keppni skap­ast grund­völl­ur til sókn­ar að bætt­um fjar­skipt­um í bæj­um og þorp­um á lands­byggðinni. Það er ár­ang­urs­rík­asta leiðin að því að verða sítengd og í stöðugu sam­bandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. febrúar 2021.