Margslungnar ógnir í síkvikum heimi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra:

Ein af frum­skyld­um stjórn­valda hvers rík­is er að tryggja sjálf­stæði lands­ins, full­veldi og friðhelgi landa­mæra, ör­yggi borg­ar­anna og vernd stjórn­kerf­is og grunn­virkja sam­fé­lags­ins. Þjóðarör­ygg­is­stefn­an sem Alþingi samþykkti árið 2016 mót­atkvæðalaust rek­ur þær áhersl­ur sem hafðar skulu að leiðarljósi við að ná þessu mark­miði með vís­an til varn­ar­samn­ings­ins við Banda­rík­in, aðild­ar­inn­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu og nor­rænn­ar sam­vinnu. Stefn­an markaði tíma­mót þar sem breið nálg­un á ör­ygg­is­hug­takið end­ur­spegl­ar marg­slungn­ari heims­mynd en við höf­um áður átt að venj­ast.

Örygg­is­um­hverfið hef­ur að sönnu breyst á und­an­förn­um árum, fjölþátta­ógn­ir á borð við netárás­ir og upp­lýs­inga­óreiðu eru nýr veru­leiki sem við þurf­um að laga okk­ur að. Þetta er helsti út­gangspunkt­ur­inn í ný­legri skýrslu Björns Bjarna­son­ar um aukið sam­starf Norður­landa á sviði ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mála. Í skýrsl­unni, sem ég beitti mér fyr­ir á vett­vangi nor­rænn­ar sam­vinnu, er und­ir­strikað að ekk­ert ríki get­ur eitt og sér var­ist þess­um nýju ógn­um held­ur verðum við að eiga um það náið sam­starf þar sem all­ir leggja sitt af mörk­um.

Tvær lyk­il­stoðir þjóðarör­ygg­is

Aðild okk­ar Íslend­inga að Atlants­hafs­banda­lag­inu og tví­hliða varn­ar­samn­ing­ur okk­ar við Banda­rík­in eru lyk­il­stoðir og þunga­miðjan í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni. Eng­in þjóð get­ur verið varn­ar­laus, flest ríki tryggja sín­ar varn­ir með eig­in her, oft­ast með gíf­ur­leg­um til­kostnaði. Aðild­in að Atlants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in gera okk­ur Íslend­ing­um kleift að horfa til ör­uggr­ar framtíðar sem herlaus þjóð.

Þessi sérstaða Íslands fel­ur ekki í sér að við sitj­um með hend­ur í skauti held­ur tök­um við virk­an þátt í störf­um banda­lags­ins og leggj­um okk­ar af mörk­um – ávallt á borg­ara­leg­um for­send­um. Á tveggja daga fundi varn­ar­málaráðherra NATO sem fram fór í vik­unni rædd­um við meðal ann­ars hvernig við get­um eflt póli­tíska sam­vinnu banda­lags­ríkj­anna. Þar er byggt á til­lög­um sem Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, hef­ur haft for­göngu um og verða lagðar fyr­ir leiðtoga­fund þess síðar á ár­inu.

Traust­ir innviðir

Hér á landi eru til staðar innviðir sem hafa í senn mik­il­vægt hlut­verk í sam­eig­in­leg­um vörn­um banda­lags­ins og borg­ara­lega þýðingu. Á síðustu miss­er­um hef­ur verið ráðist í veru­leg­ar end­ur­bæt­ur og viðhald á mann­virkj­um og búnaði, ekki síst til að mæta þeim kröf­um sem fylgja breyttu ör­ygg­is­ástandi. Kostnaður­inn við þess­ar fram­kvæmd­ir hleyp­ur á millj­örðum króna. Íslensk stjórn­völd leggja að sjálf­sögðu af mörk­um vegna þess­ara fram­kvæmda en kostnaður greiðist þó að mestu af Atlants­hafs­banda­lag­inu og banda­rísk­um stjórn­völd­um. Hundruð starfa skap­ast í tengsl­um við þær – og veit­ir ekki af í því ár­ferði sem nú rík­ir vegna heims­far­ald­urs­ins.

Við þurf­um að halda áfram þeim end­ur­bót­um sem staðið hafa yfir enda er skýrt kveðið á um það í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni að tryggt sé að í land­inu séu til staðar varn­ar­mann­virki, búnaður, geta og sér­fræðiþekk­ing til að mæta þeim áskor­un­um sem Ísland stend­ur frammi fyr­ir í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og til að upp­fylla alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands.

Marg­háttuð sam­vinna

Varn­aræf­ing­ar í okk­ar heims­hluta sýna svo glöggt hve aðkallandi er talið að tryggja ör­yggi á Norður-Atlants­hafi. Þær eru jafn­framt birt­ing­ar­form þess að ís­lensk stjórn­völd fram­fylgja ákvæðum þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar um að standa vörð um full­veldi og ör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar. Það ger­um við í sam­starfi við banda­lags­ríki okk­ar með æf­ing­um og þjálf­un. Liður í þessu er reglu­bund­in loft­rým­is­gæsla hér á landi en fram und­an er gæslu­vakt norska flug­hers­ins í mars og síðar á ár­inu munu banda­lags­ríki okk­ar, Pól­land og Banda­rík­in, standa vakt­ina.

Nýj­ar áhersl­ur

Þróun ör­ygg­is­mála end­ur­spegl­ast svo í viðfangs­efn­um ráðuneyt­is­ins. Á fyrsta ári mínu sem ut­an­rík­is­ráðherra geng­umst við fyr­ir end­ur­reisn varn­ar­mála­skrif­stofu en hún fer með fram­kvæmd varn­ar­mála á Íslandi. Inn­an henn­ar hef­ur verið sett á fót sér­stök deild fjölþátta ógna í sam­ræmi við breytt­ar áhersl­ur og nýj­ar ógn­ir. Angi af sama meiði er síðan starfs­hóp­ur sem ég skipaði í fyrra um ljós­leiðara­mál­efni, útboð ljós­leiðaraþráða Atlants­hafs­banda­lags­ins og tengd mál­efni. Úttekt og mat starfs­hóps­ins á ljós­leiðara­mál­um á Íslandi með til­liti til þjóðarör­ygg­is og þjóðrétt­ar­legra skuld­bind­inga Íslands verða brátt gerðar op­in­ber. Stofn­ljós­leiðarar telj­ast til lyk­il­innviða þegar kem­ur að ör­ugg­um fjar­skipt­um og ör­yggi ríkja og vörn­um og því um afar mik­il­vægt mál­efni að ræða.

Síkvik­ur heim­ur og fjöl­breytt­ar ógn­ir krefjast þannig sveigj­an­leika, aðlög­un­ar­hæfni og ekki síst sam­vinnu við önn­ur ríki og á vett­vangi alþjóðastofn­ana. Þannig tryggj­um við ör­yggi og varn­ir lands og þjóðar best.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. febrúar 2021.