Ræddu breytingar á áfengislögum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var gestur Birtu Karenar Tryggvadóttur í 11. hlaðvarpsþætti Gjallarhornsins. Þáttinn má nálgast hér.

Í þættinum ræddu þær um frumvarp Áslaugar Örnu til laga um breytingu á áfengislögum, hvort samstaða væri um málið innan flokksins og hvernig umræðan um málið væri í þinginu.

Í frumvarpinu er minni brugghúsum veitt leyfi til sölu áfengs öls á framleiðslustað. Breytingin mun styrkja rekstur smærri brugghúsa, sérstaklega á landsbyggðinni, sem eiga erfitt með að koma vörum sínum að í ÁTVR. Frumvarpið má finna hér.