Borgin, nýr hlaðvarpsþáttur á vegum Sjálfstæðisflokksins, hóf göngu sína síðasta laugardag. Í Borginni fær Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til sín hina ýmsa gesti til að kryfja borgarmálin til mergjar.
Í fyrsta þættinum ræðir Eyþór við Gísla Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóra Faxaflóahafna, um Sundabraut. Þáttinn má nálgast hér.
Gísli sat í undirbúningshópi vegna Sundabrautar sem skilaði af sér niðurstöðu fyrir stuttu. Í viðtalinu ræða þeir Eyþór um verkefnið og þær tillögur sem undirbúningshópurinn leggur til. Farið er yfir kosti þeirra tillagna m.a. umfram jarðgöng sem áður voru mikið í umræðunni.
Þættirnir verða sendir út hálfsmánaðarlega, beint í gegnum Facebook. Þá má nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum.