Grænni byggð og betra samfélag

Í sjöunda þætti Loftslagsráða ræðir Gunnlaug Helga  við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Grænni Byggðar, um hlutverk félagssamtakanna og sjálfbærar lausnir í Byggingariðnaði. Hér er komið víða við sögu, allt frá stakri efniseiningu yfir í þann auð sem felst í úrgangi og breyttu hugarfari samfélaginu öllu til heilla. Þáttinn má nálgast hér.

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann. Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!