Kristján Þór

Fimmföldun ESB-tollkvóta á fjórum árum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur átt sér stað nokk­ur umræða um inn­flutn­ing á grund­velli toll­kvóta, í tengsl­um við ný­legt útboð. Umræðan er á stund­um með þeim hætti að það mætti ætla að hér hafi verið reist­ir mikl­ir toll­múr­ar eða hindr­an­ir við inn­flutn­ing land­búnaðar­vara á und­an­förn­um árum, þegar staðreynd­ir máls­ins segja allt aðra sögu eins og meðfylgj­andi mynd ber með sér. Á und­an­förn­um fjór­um árum hef­ur magn toll­kvóta fyr­ir inn­flutn­ing frá ESB-ríkj­um til Íslands rúm­lega fimm­fald­ast. Aukn­ing­in er tæp­lega þreföld sé litið til sam­an­lagðra toll­kvóta til Íslands á þessu tíma­bili. Á sama tíma hef­ur meðal­út­boðsverð ESB-toll­kvóta lækkað um næst­um helm­ing.

Tolla­samn­ing­ur við ESB inn­leidd­ur

Tolla­samn­ing­ar Íslands og ESB voru und­ir­ritaðir árið 2015 og að fullu inn­leidd­ir um síðustu ára­mót. Með þeim voru toll­kvót­ar til Íslands stór­aukn­ir. Þannig sjö­földuðust toll­kvót­ar á nauta­kjöti, úr 100 tonn­um í tæp 700 tonn, ríf­lega fimm­földuðust í ali­fugla­kjöti og juk­ust um 350% í svína­kjöti. Sam­an­dregið hef­ur magn toll­kvóta farið úr 750 tonn­um árið 2017 í rúm­lega 3.800 tonn í ár og þannig rúm­lega fimm­fald­ast á fjór­um árum.

Útboðsverð lækkað um helm­ing

Á sama tíma og toll­kvót­ar hafa marg­fald­ast hef­ur meðal­út­boðsverð lækkað tals­vert eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd. Það fór hæst árið 2018 í 616 kr. pr. kg en lækkaði niður í 260 kr./​kg í fyrra, á föstu verðlagi.

Alþingi samþykkti í des­em­ber sl. að taka tíma­bundið upp eldra fyr­ir­komu­lag við út­hlut­un toll­kvóta, það sama og var við lýði þegar nú­ver­andi rík­is­stjórn tók við völd­um. Meðal­út­boðsverð í fyrstu út­hlut­un þessa árs var 308 kr. sem er helm­ingi lægra en það var árið 2018.

Þróun í átt til meira frjáls­ræðis

Sam­an­dregið ber mynd­in með sér að það er óum­deilt að á und­an­förn­um árum hef­ur orðið þróun í átt til meira frjáls­ræðis í viðskipt­um með land­búnaðar­af­urðir. Þróun sem hef­ur að mörgu leyti stuðlað að „auknu vöru­úr­vali og lægra vöru­verði á Íslandi til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur“ líkt og seg­ir í til­kynn­ingu um und­ir­rit­un samn­ings­ins frá 2015.

Hin hlið máls­ins er að á sama tíma hef­ur dregið úr toll­vernd ís­lensks land­búnaðar líkt og sjá má í ný­legri skýrslu. Verk­efni stjórn­mál­anna er að tryggja að þessi þróun leiði ekki til þess að ís­lensk­ur land­búnaður beri skarðan hlut frá borði og að hann geti sem best nýtt þau tæki­færi sem blasa við. Sam­keppni frá inn­flutt­um mat­væl­um er og verður fyr­ir hendi en ríki vernda og styðja sinn land­búnað um all­an heim. Það skipt­ir þau máli að öfl­ug og fjöl­breytt inn­lend mat­væla­fram­leiðsla sé fyr­ir hendi og nú­ver­andi rík­is­stjórn er þar eng­in und­an­tekn­ing. Að því verður áfram unnið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar 2021.