Snigill, skjaldbaka og ríkishyggja

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

And­stæðing­ar þess að bjóða út tak­markaðan hlut rík­is­ins í Íslands­banka og skrá hluta­bréf bank­ans í kaup­höll hafa ekki póli­tískt þrek til að segja það sem þeir sum­ir vilja í raun og veru; að ríkið haldi áfram að fara með aðal­hlut­verkið á ís­lensk­um fjár­mála­markaði, að ein­hvers kon­ar út­gáfa af sov­ésku fjár­mála­kerfi þjóni hags­mun­um þjóðar­inn­ar best – fyr­ir­tækj­um og heim­il­um. Þess vegna er tíma­setn­ing­in sögð röng, aðstæður ekki hag­stæðar og asinn of mik­ill.

Lát­um liggja á milli hluta að all­ar rík­is­stjórn­ir hafa allt frá 2012 (þegar um­svif rík­is­ins á fjár­mála­markaði voru mun minni) með ein­um eða öðrum hætti stefnt að því að draga úr fjár­hags­legri áhættu rík­is­ins af rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja. Horf­um einnig fram hjá því að tvær síðustu rík­is­stjórn­ir hafa í stjórn­arsátt­mála stefnt með skýr­um hætti að sölu á stór­um hluta eigna rík­is­ins í bönk­um. Setj­um 300 blaðsíðna hvít­bók um framtíð fjár­mála­kerf­is­ins frá 2018 til hliðar. Gleym­um umræðum í þing­nefnd­um og þingsal um skipu­lag fjár­mála­kerf­is­ins og öll­um laga­setn­ing­um og hertu regl­un­um um fjár­mála­markaðinn sem náð hafa fram að ganga. For­sag­an renn­ir hins veg­ar ekki stoðum und­ir þá full­yrðingu að asi ráði för.

Hreyfiafl breyt­inga og þró­un­ar

Mörg­um finnst erfitt að taka ákvörðun jafn­vel eft­ir ára­lang­an und­ir­bún­ing, skýrsl­ur, ræður, fundi og grein­ar­skrif. Ákvörðun­ar­fælni? Hræðsla við breyt­ing­ar? Kannski. Ekki má gera lítið úr slík­um til­finn­ing­um, en þær eru hvorki hreyfiafl breyt­inga eða framþró­un­ar, held­ur leiða til stöðnun­ar fái þær að ráða.

Eft­ir allt sem á und­an er gengið verður því illa haldið fram að hraðinn sé mik­ill við að færa ís­lenskt fjár­mála­kerfi í átt að því sem þekk­ist í öll­um vest­ræn­um ríkj­um. Sala á tak­mörkuðum hluta í Íslands­banka verður seint sögð vera bylt­ing, frem­ur hænu­fet í rétta átt. Þeim sem finnst hraðinn vera of mik­ill, sverja sig í ætt við snigil­inn sem kvartaði yfir hraða skjald­bök­unn­ar.

En hvað með tíma­setn­ing­una? Er þetta rétti tím­inn til að taka fyrsta skrefið?

Auðvitað er tím­inn aldrei rétt­ur í hug­um þeirra sem vilja ekki breyt­ing­ar og/​eða eru í hjarta sínu fylgj­andi rík­is­reknu fjár­mála­kerfi. Skattaglaðir stjórn­mála­menn hafa aldrei fagnað þegar stefnt að því að létta álög­um af launa­fólki í fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir þá er þægi­legra og ein­fald­ara að ræða tíma­setn­ing­ar en leggj­ast þvert gegn skatta­lækk­un­um. Hið sama á við um tals­menn rík­is­hyggju í fjár­mála­kerf­inu. Við hin hugs­um bara; loks­ins, loks­ins.

Flest bend­ir til að aðstæður til að bjóða út og skrá hluta­bréf í Íslands­banka séu góðar. Verðþróun á hluta­bréfa­mörkuðum hef­ur verið hag­stæð. Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­inn­ar hef­ur aldrei verið hærri, fjöldi ein­stak­linga sem eiga skráð hluta­bréf tvö­faldaðist á síðasta ári, og fjöldi dag­legra viðskipta hef­ur auk­ist veru­lega. Mik­il hækk­un hluta­bréfa Ari­on banka og Kviku banka styrk­ir full­yrðing­ar um hag­stæð skil­yrði. Hluta­fjárút­boð Icelanda­ir í sept­em­ber síðastliðnum, þar sem um­fram­eft­ir­spurn­in var 85%, er önn­ur góð vís­bend­ing. Sögu­leg­ar lág­ir vext­ir örva að öðru óbreyttu eft­ir­spurn eft­ir hluta­bréf­um og ýta und­ir nauðsyn­lega fjár­fest­ingu at­vinnu­veg­anna.

Styrk­ir hluta­bréfa­markaðinn

En það er fleira sem vinnst við útboð og skrán­ingu hluta­bréf­anna en að draga úr um­svif­um rík­is­ins og áhættu. Líkt og kem­ur fram í um­sögn meiri­hluta efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um grein­ar­gerð fjár­málaráðherra um fyr­ir­hugaða sölu, þá styrk­ir og dýpk­ar skrán­ing hluta­bréfa Íslands­banka inn­lend­an hluta­bréfa­markað, „eyk­ur fjöl­breyti­leika og hef­ur þar með já­kvæð áhrif á verðmynd­un“. Öflug­ur hluta­bréfa­markaður eyk­ur mögu­leika lít­illa og stórra fyr­ir­tækja, jafnt rót­gró­inna sem sprota, til að afla sér áhættu­fjár, jafnt hluta­fjár sem láns­fjár. Þannig verður þrótt­ur at­vinnu­lífs­ins til viðspyrnu meiri. Með öðrum orðum: Það er beint sam­hengi á milli öfl­ugs hluta­bréfa­markaðar, aðgeng­is fyr­ir­tækja að áhættu­fé og lífs­kjara okk­ar allra.

Hug­mynd­in um að bjóða aðeins út tak­markaðan hluta eign­ar rík­is­ins í Íslands­banka og skrá hluta­bréf­in á op­in­ber­an verðbréfa­markað er var­fær­in og kem­ur á virkri og gagn­særri verðlagn­ingu hluta­bréf­anna. Þar með er byggt und­ir hærra heild­ar­verðmæti til lengri tíma.

End­an­leg ákvörðun um sölu og skrán­ingu ligg­ur ekki fyr­ir. Aðstæður kunna að þró­ast þannig að ekki sé skyn­sam­legt að taka þetta litla skref á vor­mánuðum. En lík­urn­ar eru sem bet­ur fer meiri en minni á að áætl­un um útboð nái fram að ganga. Ekki síst þess vegna er skyn­sam­legt að horfa lengra fram á veg­inn og ákveða, hvenær og með hvaða hætti ríkið los­ar fjár­muni sem bundn­ir eru í Íslands­banka að fullu á kom­andi árum.

Næstu skref

Næsta skref – skref tvö – við að draga ríkið hægt og bít­andi út úr aðal­hlut­verki á fjár­mála­markaði er ekki flókið. Af­henda á öll­um Íslend­ing­um allt að 15% eign­ar­hlut í Íslands­banka. Þetta skref er hægt að stíga í upp­hafi kom­andi árs. Með því er ýtt und­ir þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­markaði og fleiri stoðum er skotið und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra.

Ég hef ít­rekað haldið því fram að það sé bæði eðli­legt og sann­gjarnt að al­menn­ing­ur fái að njóta með bein­um hætti þess virðis­auka sem hef­ur mynd­ast inn­an veggja bank­anna frá end­ur­reisn þeirra. Til þess er eng­in leið betri en að ríkið af­hendi hverj­um og ein­um hluta­bréf í bönk­un­um. Svig­rúmið var myndað með vel heppnuðu upp­gjöri þrota­búa gömlu bank­anna, stöðug­leika­samn­ing­um og sölu rík­is­ins á 13% hlut í Ari­on banka árið 2018.

Þriðja skrefið er að rík­is­sjóður selji hægt og bít­andi, eft­ir því sem aðstæður leyfa, í gegn­um hluta­bréfa­markaðinn 15-20% hluta­fjár í Íslands­banka.

Fjórða skrefið er skrán­ing hluta­bréf­anna á er­lend­an verðbréfa­markað og í fram­hald­inu alþjóðlegt útboð á allt að 30% eign­ar­hlut.

Öllu þessu er hægt að hrinda í fram­kvæmd og ljúka áður en nýtt kjör­tíma­bil renn­ur sitt skeið á enda árið 2025. Og þá geta stjórn­völd – rík­is­stjórn og alþing­is­menn – tekið ákvörðun um hvernig skyn­sam­legt sé að haga eign­ar­haldi á Lands­bank­an­um, hvort og þá hversu stór­an hlut ríkið skuli eiga.

Eitt er víst. Rík­is­hyggj­an mun aldrei ná að fylgja örri alþjóðlegri þróun í fjár­tækni, held­ur sitja eft­ir. Og mun ekki frek­ar en snig­ill­inn eða skjald­bak­an tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og þar með at­vinnu­lífs­ins í ná­inni framtíð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. janúar 2021.