„Frá ritara Sjálfstæðisflokksins“ hefur göngu sína

Þátturinn „Frá ritara Sjálfstæðisflokksins“ hefur göngu sína í dag. Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins, stýrir þáttunum en þar fjallar hann um stjórnmálaviðhorfið og þau pólitísku mál sem eru helst í brennidepli hverju sinni. Þáttinn má finna hér.

Í fyrsta þættinum fjallar Jón um aukinn ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu og þær neikvæðu afleiðingar sem það hefur haft í för með sér. Þá ræðir hann samgöngusáttmálann og söluna á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka.