Að missa frá sér mjólkurkýrnar

Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur:

Hvað eiga Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins, Íslands­banki, Lands­rétt­ur, Haf­rann­sókna­stofn­un, sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu og Icelanda­ir sam­eig­in­legt? Jú, þess­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki hafa valið sér aðal­starfs­stöð utan Reykja­vík­ur á allra síðustu árum. Farið úr borg­inni. Fleiri aðilar, svo sem Tækni­skól­inn, eru að hugsa sér til hreyf­ings. Ástæðan er ein­föld. Það vant­ar hag­stæðar og hent­ug­ar at­vinnu­lóðir.

Stefna borg­ar­inn­ar hef­ur verið að skipu­leggja ákveðna at­vinnu­starfs­semi á Esju­mel­um fyr­ir starf­semi. Fáir kost­ir eru fyr­ir stór­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki sem vilja vera miðsvæðis með skrif­stof­ur og starf­semi á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá ligg­ur fyr­ir að veru­leg­ur skipu­lags­halli hef­ur auk­ist þar sem um­ferðin fer vest­ur og í miðbæ­inn á morgn­ana, en í aust­ur og til Kópa­vogs síðdeg­is. Loks skort­ir staðar­val fyr­ir nýj­an spít­ala, en lang­an tíma tek­ur að und­ir­búa slíka starf­semi eins og dæm­in sanna.

Besta staðsetn­ing fyr­ir nýja starf­semi væri aust­ar­lega til að stytta vega­lengd­ir og minnka um­ferð á álags­tím­um. Keld­ur. Íbúa­byggð, óskert strönd­in við Grafar­vog og at­vinnu­lóðir und­ir fram­sækna starf­semi á Keld­um er skyn­sam­leg­asta svarið. En í stað þess að skipu­leggja Keld­ur eins og lagt er upp með bæði í lífs­kjara­samn­ing­um og sam­göngusátt­mál­an­um ger­ir borg­ar­stjórn­in ráð fyr­ir engri upp­bygg­ingu á Keld­um næsta ára­tug­inn. Forfeður okk­ar bænd­urn­ir hefðu vitað það bet­ur. Störf­in eru und­ir­staða tekna íbú­anna. Þau eru líka und­ir­staða tekna borg­ar­inn­ar. Skuld­ir hafa hækkað mikið hjá borg­inni og því ein­boðið að borg­in þarf að bjóða stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um góða val­kosti. Sú er ekki raun­in. Sá sem hrek­ur frá sér mjólk­ur­kýrn­ar sit­ur eft­ir mjólk­ur­laus.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. janúar 2021.