Einfaldari og skilvirkari byggingaiðnaður

Mikil byggingaþörf er á landinu næstu áratugina og samhliða heyrast síauknar kröfur um bæði hagkvæmara og fjölbreyttara húsnæði. Þá má ekki gleyma umhverfissjónarmiðunum og kröfum um einfaldleika og skilvirkni, svo fátt eitt sé nefnt. Sandra Hlíf Ocares fer fyrir Byggingavettvangnum sem hefur unnið að einföldun regluverks í geiranum var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni þar sem hún sagði hvernig byggingaiðnaðurinn er að verða skilvirkari, s.s. með rafrænni stjórnsýslu. Hlusta má á þáttinn hér.

Undir lok síðasta árs voru lagðar fram tillögur sem snúa að úrbótum í byggingariðnaði á Íslandi og voru þær grunnurinn að nýjum breytingum á Mannvirkjalögunum sem voru samþykktar fyrir jól. Það var Byggingavettvangurinn sem vann tillögurnar en um er að ræða samráðsvettvang hagaðila í byggingariðnaði, stjórnvalda og atvinnulífs.