Auðstjórn almennings

Sigríður Ásthildur Andersen formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Hug­mynd­in um þátt­töku al­menn­ings í at­vinnu­líf­inu er jafn göm­ul manninn­um. Frum­stæður sjálfsþurft­ar­bú­skap­ur þróaðist fljót­lega í viðskipti ein­faldra vöru­skipta sem renndi stoðum und­ir grund­völl hag­sæld­ar, sér­hæf­ing­una. Frá 17. öld­inni hef­ur hluta­fé­laga­formið gert öll­um áhuga­söm­um kleift að snúa hjól­um at­vinnu­lífs­ins. Íslend­ing­ar eiga yfir 200 ára sögu í þess­um efn­um og al­veg ágæta í mörgu til­liti. Lengst af hef­ur þó þátt­taka al­menn­ings í hluta­fé­lög­um verið dræm. Við einka­væðingu ým­issa rík­is­fyr­ir­tækja und­ir lok síðustu ald­ar fjölgaði al­menn­um hlut­höf­um veru­lega. Hlut­höf­um í Kaup­höll hef­ur hins veg­ar fækkað veru­lega síðustu ár.

Íslands­banki á markað

Nú stend­ur loks­ins til að færa eign­ar­hald Íslands­banka frá rík­inu en áform um það og ferlið voru inn­sigluð í lög­gjöf á ár­inu 2012. Fjár­málaráðherra hef­ur gert grein fyr­ir því að í þess­ari lotu verði um 25% hlut­ur í bank­an­um skráður á hluta­bréfa­markað með til­heyr­andi hluta­fjárút­boði. Meg­in­mark­miðið með söl­unni er vita­skuld að minnka skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs og minnka áhættu hans af svo stór­um eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um sem Lands­bank­inn og Íslands­banki eru. Önnur yf­ir­lýst mark­mið eru að fjölga fjár­fest­ing­ar­mögu­leik­um fyr­ir ein­stak­linga og fag­fjár­festa og stuðla að dreifðu og um leið fjöl­breytt­ara og heil­brigðara eign­ar­haldi.

Ávallt er rennt blint í sjó­inn hvað varðar viðtök­ur í útboði. Markaðir hafa hins veg­ar tekið vel í ný útboð á hluta­bréf­um hér­lend­is á síðasta ári. Ný­af­staðið hluta­fjárút­boð Icelanda­ir sýndi til að mynda að auk fag­fjár­festa hef­ur al­menn­ing­ur áhuga á að taka þátt í fyr­ir­tækja­rekstri með þeirri tak­mörkuðu ábyrgð sem hluta­fé­laga­formið býður upp á. Þrátt fyr­ir þær for­dæma­lausu aðstæður sem það fyr­ir­tæki var í vegna hruns í ferðaþjón­ustu fór eft­ir­spurn eft­ir hlut­um í því langt fram úr fram­boði. En mögu­lega var það kannski ein­mitt vegna þeirr­ar erfiðu stöðu, en ekki þrátt fyr­ir, sem al­menn­ing­ur tók við sér. Mér finnst í öllu falli þátt­taka í hluta­fjárút­boðum á síðasta ári sýna að al­menn­ing­ur í þessu landi hef­ur ekki látið deig­an síga og ætl­ar sjálf­ur að taka þátt í end­ur­reisa efna­hag­inn eft­ir far­ald­ur­inn. Fjöldi fólks er til­bú­inn til að leggja fé sitt að veði við þá end­ur­reisn. Það eru mik­il­væg skila­boð til okk­ar sem störf­um að stefnu­mót­un og laga­setn­ingu. Þökk­um fyr­ir en þvæl­umst ekki fyr­ir þeirri end­ur­reisn.

Hlut­ir af­hent­ir al­menn­ingi

Þótt sala á 25% hlut í Íslands­banka sé gott skref þá er ekki nógu langt gengið. Eign­ar­haldið allt þarf að kom­ast frá rík­inu sem fyrst. Hluta­fjárút­boð er hins veg­ar ekki nauðsyn­legt til þess arna. Nú er kom­inn tími til að hrinda í fram­kvæmd hug­mynd sem fyrst var viðruð fyr­ir mörg­um ára­tug­um. Að ríkið af­hendi lands­mönn­um öll­um jafn­an hlut í bönk­un­um til eign­ar. Ekki er til betri leið til að dreifa eign­ar­haldi eins og marg­ir telja mik­il­vægt og eng­inn verður sakaður um að af­henda hlut­ina „út­völd­um“.

Al­menn­ings­hluta­fé­lög eru mik­il­væg

Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son var þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á 8. og 9. ára­tugn­um. Hann hvatti mjög til auk­inn­ar þátt­töku al­menn­ings í at­vinnu­líf­inu í gegn­um hluta­fé­lög og var langt á und­an sinni samtíð hér­lend­is í þeim efn­um. Hann batt þá hug­mynd svo ljóm­andi vel sam­an í þess­um orðum sem hér eru í fyr­ir­sögn. „Al­menn­ings­hluta­fé­lög eru ekki ein­ung­is mik­il­væg af efna­hags­ástæðum held­ur eru þau e.t.v. þýðing­ar­mesti þátt­ur­inn í því þjóðfé­lags­kerfi, sem nefna mætti auðstjórn al­menn­ings eða fjár­stjórn fjöld­ans,“ ritaði Ey­kon árið 1968 í bók­inni Alþýða og at­vinnu­líf. Síðast ályktaði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn um þetta á þess­um nót­um árið 2016 og formaður flokks­ins hef­ur margoft vikið að þess­ari hug­mynd. Nú er tæki­færið.

Efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is hef­ur nú til um­sagn­ar fyr­ir­ætl­an fjár­málaráðherra um hluta­fjárút­boðið. Ég hvet nefnd­ina til að taka af mér ómakið og leggja fram frum­varp til laga um af­hend­ingu drjúgs hluta í Íslands­banka til lands­manna á ár­inu sam­hliða fyr­ir­huguðu hluta­fjárút­boði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. janúar 2021.