Pólitíkin: Óeirðirnar í Bandaríkjaþingi

Borgar Þór Einarsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Friðjón Friðjónsson framkvæmdastóri og sérfræðingur um bandarísk stjórnmál voru gestir Guðfinns Sigurvinssonar í fyrsta þætti ársins af Pólitíkinni og ræddu um óeirðirnir í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Hlusta má á þáttinn hér.

Óeirðaseggir úr stuðningsliði Trumps, fráfarandi forseta, gerðu í gær árás á þinghúsið og samkvæmt fréttum létust fjórir í árásinni. Lýðurinn ruddist inn í þinghúsið og gekk þar um sali, skrifstofur þingmanna og ganga. Rúður voru brotnar og þurfti lögregla að flytja þingheim allan og starfslið á örugga staði í húsinu. Um tíma var lögregla borin ofurliði en fólkið stormaði að þinghúsinu að áeggjan Trumps. Sem kunnugt er viðurkennir forsetinn ekki úrslit forsetakosninganna í nóvember.

Friðjón og Borgar ræddu um mögulegar afleiðingar atburðanna í Washington í gær og stöðu Trumps sem er nú einangraður sem aldrei fyrr í bandarískum stjórnmálum.