Það birtir á ný

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Árið 2020 minnti okk­ur á hve viðkvæmt sam­fé­lag mann­anna er. Til lengri tíma get­ur þetta erfiða ár fært heim sann­inn á ný um hvernig gjörv­allt mann­kyn aðlag­ast aðstæðum. Það er viðeig­andi að nú þegar dag tek­ur að lengja á ný sé farið að bólu­setja heims­byggðina fyr­ir kór­ónu­vírusn­um út­breidda. Það eru mik­il kafla­skil. Það er ein­mitt í mestu áföll­un­um sem stærstu sigr­arn­ir verða. Stökkið í lyfja­vís­ind­un­um er stórt og mun það lifa lengi. Sum­ir spá því að þriðji ára­tug­ur­inn muni ríma við nafna sinn á síðustu öld.

Fyr­ir hundrað árum var mann­kynið að koma út úr spænsku veik­inni. Ára­tug­ur­inn eft­ir það mikla áfall ein­kennd­ist af tækni­fram­förum, bjart­sýni og ferðalög­um. Ný bók um ör Appo­los eft­ir Christak­is rifjar upp hvað gerðist í plág­um og ekki síður hvað gerðist eft­ir plág­ur. Þótt sag­an end­ur­taki sig ekki bók­staf­lega er lík­legt að hún rími. Það er ým­is­legt sem styður það. Tækn­in sem var tek­in í notk­un á ár­inu var ekki bara á lyfja­sviðinu. Fjar­vinna, sjálf­virkni­væðing og fjar­nám tók risa­stökk. Það stökk mun nýt­ast í að auka fram­leiðni á mörg­um sviðum. En það ger­ist ekki af sjálfu sér.

Nýt­um tæki­fær­in

Hér á landi get­um við nýtt okk­ur tækn­ina mun bet­ur. Borg­in get­ur hagrætt mikið með því að nýta sér 21. ald­ar tækni. Ekki bara minnkað skri­fræðið; ekki síður að inn­leiða tækn­ina í sam­göng­um. Borg­in á að und­ir­búa sam­göngu­kerfið fyr­ir sjálf­keyr­andi bíla sem munu ryðja sér til rúms. Fjöl­marg­ar borg­ir eru að und­ir­búa þetta stóra stökk og Reykja­vík á að vera í hópi nú­tíma­borga hvað þetta varðar. Fara líka óhikað í orku­skipt­in. Við eig­um að nýta okk­ur tæki­fær­in í námi og starfi. Þannig nýt­um við þessa krísu til fram­fara. Það eru ljós fram und­an. Öllum óska ég gleðilegr­ar jóla­hátíðar og að árið 2021 verði okk­ur gæfu­ríkt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. desember 2020.