Loftslagsráð – Jólaþáttur

Í jólaþætti Loftlagsráðs er fjallað um það sem fellur til vegna neyslu okkar, nefnilega sorpið. Hvernig getum við verið betri og ábyrgari neytendur? Hvernig getum við aukið nýtni og minnkað sóun? Rætt er um græn jól og hugað að endurvinnslu og flokkun, sérstaklega plastinu sem veldur usla til sjós og lands. Þáttinn má nálgast hér, en einnig hér að neðan á YouTube og á Spotify.

Jólagestir þáttarins eru Gunnar Dofri Ólafsson sérfræðingur samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North Recycling sem er íslenskt fyrirtæki sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum. Áslaug er líka formaður bæjarráðs í Garðabæ en bærinn hefur stigið mörg ný græn skref undanfarið.

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann. Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!