Loftslagsráð – Sjálfbærni fyrirtækja og græn skuldabréf

Í fimmta þætti Loftslagsráða spjallar Halla Sigrún, formaður SUS, við Bjarna Herrera Þórisson, einn stofnanda Circular Solutions. Circular Solutions er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf í sjálfbærnimálum og var nýverið keypt af KPMG. Í viðtalinu er farið yfir stöðu sjálfbærnimála hér á landi og erlendis, samspil fyrirtækja, fjármagns og neytenda í þeirri þróun, græna skuldabréfamarkaði og hvað stjórnvöld geta gert til að greiða leið hagaðila á grænni vegferð. Þáttinn má nálgast hér, en einnig hér að neðan á YouTube og á Spotify.

Loftslagsráð er umræðuþáttur á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann. Við hugsum í lausnum, Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í þessari umræðu og er hluti af lausninni. Vertu með okkur, það skiptir máli!