Trú á framtíðina

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Það eru tæp tvö ár síðan ég kynnti fyrst hug­mynd­ir um stofn­un Mat­væla­sjóðs með sam­ein­ingu Fram­leiðni­sjóðs land­búnaðar­ins og AVS-rann­sókna­sjóðs í sjáv­ar­út­vegi. Stofn­un sjóðsins varð síðan í vor hluti af aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að bregðast við áhrif­um Covid-19. Var ákveðið að verja 500 millj­ón­um króna til stofn­un­ar sjóðsins á þessu ári, til viðbót­ar við það sem AVS og Fram­leiðni­sjóður höfðu þegar ráðstafað. Þá fær sjóður­inn auka­lega 250 millj­ón­ir á næsta ári. Ég mælti síðan fyr­ir frum­varpi um stofn­un sjóðsins um miðjan apríl sl. og varð frum­varpið að lög­um viku síðar – mót­atkvæðalaust.

Í kjöl­farið tók við mjög öfl­ug og far­sæl vinna við að koma sjóðnum á fót und­ir for­ystu Grétu Maríu Grét­ars­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns sjóðsins, í sam­ráði við Bænda­sam­tök­in og Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

266 um­sókn­ir

Það var sér­stak­lega ánægju­legt að upp­lifa þann mikla fjölda um­sókna sem sjóðnum barst, en alls bár­ust 266 um­sókn­ir. Um leið var frá­bært að sjá hversu öfl­ug­ar um­sókn­ir bár­ust. Um­sókn­ir um verk­efni um að skoða tæki­færi til að full­vinna laxa­af­urðir á Íslandi, fram­leiða húðvör­ur úr land­búnaði, rækta hafra og haframjólk, auka nýt­ingu úr þör­ung­um, þróa fram­leiðslu­kerfi í sauðfjár­rækt auk styrkja til markaðssetn­ing­ar á ís­lensk­um afurðum og svona mætti lengi telja. Þess­ar öfl­ugu og fjöl­breyttu um­sókn­ir eru vitn­is­b­urður um þann gríðarlega kraft og grósku sem er í ís­lenskri mat­væla­fram­leiðslu. Maður fyll­ist bjart­sýni – auk­inni trú á framtíðina – þegar maður upp­lif­ir þenn­an kraft.

Í gær kynnti ég síðan fyrstu út­hlut­un Mat­væla­sjóðs. Sjóður­inn styrkti alls 62 verk­efni vítt og breitt um landið líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd. Það var enda ein af lyk­i­lá­hersl­um mín­um við stofn­un sjóðsins að hann myndi styrkja verk­efni um allt land og að stuðning­ur við mat­væla­fram­leiðslu verði sem næst upp­runa henn­ar. Því er ég af­skap­lega ánægður og stolt­ur að þessi áhersla hafi skilað sér í þess­ari fyrstu út­hlut­un Mat­væla­sjóðs.

Auk­in verðmæta­sköp­un

Styrk­ir Mat­væla­sjóðs í gær voru um leið skýr skila­boð; stjórn­völd eru að fjár­festa í framtíðinni. Fjár­festa í auk­inni verðmæta­sköp­un. Við erum í krafti ný­sköp­un­ar og þró­un­ar að hvetja til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar í ís­lenskri mat­væla­fram­leiðslu til hags­bóta fyr­ir allt sam­fé­lagið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. desember 2020.