Fjárfestum í gleði og leik

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Í stað þess að fara í stór­ar breyt­ing­ar á Gróf­ar­hús­inu, sem áætlað er að kosti um 4,5 millj­arða, eig­um við að verja grunnþjón­ust­una. Það er mikið hægt að gera fyr­ir 4,5 millj­arða. Nú er full­komið tæki­færi til að end­ur­skoða áætlan­ir um að ráðast í end­ur­gerð á Gróf­ar­hús­inu. Mun ég fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks leggja til í borg­ar­stjórn í dag að hætt verði við end­ur­gerðina þegar við af­greiðum fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar.

Leik­vell­ir

Það er fátt skemmti­legra en að heyra þegar börn eru að leik á leik­völl­um. Þeir hafa sann­ar­lega verið vel nýtt­ir um alla borg síðan í vor. Það er magnað að sjá hvað jafn lítið svæði og leik­vell­ir eru oft­ast geta iðað af miklu lífi. Ef við mynd­um end­ur­nýja þrjá­tíu leik­velli í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar fyr­ir sam­tals 600 millj­ón­ir gæt­um við samt átt veg­leg­an af­gang eft­ir af þeim pen­ing­um sem áætlað er að verja í Gróf­ar­húsið. Mun ég því einnig leggja til í dag að við end­ur­nýj­um þrjá­tíu leik­velli.

All­ir út að leika

Í haust, á ótelj­andi göngu­ferðum mín­um um nærum­hverfið, hef ég mætt því­lík­um fjölda fólks á öll­um aldri; ung­ling­um sem sitja og horfa á hafið, ung­um börn­um með for­eldr­um sín­um í leikj­um, fólki að hjóla, hlaupa, labba. Fólki á öll­um aldri að njóta þess að vera í nátt­úr­unni, njóta þess að hreyfa sig. Við vit­um öll hversu mik­il­væg hreyf­ing er fyr­ir bæði lík­ama og sál. Því búum við vel hérna í Reykja­vík, stíga­kerfið okk­ar er gott og það teng­ir okk­ur með ein­föld­um hætti við frá­bæra nátt­úru. Höld­um öll áfram að hreyfa okk­ur og vera úti. Ger­um nærum­hverfið sem best með því að end­ur­nýja leik­velli í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar, verj­um grunnþjón­ust­una og skuld­setj­um borg­ina okk­ar ekki um of.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. desember 2020.